top of page

8 óvæntir hlutir sem geta skaðað þarmaflóruna þína 

Í meltingarvegi manna eru yfir 100 trilljón bakteríur, þekkt sem þarmaflóran. Að hafa heilbrigða þarmaflóru er ótrúlega mikilvægt fyrir þína almenna heilsu. 

Það er áhugavert að vita að ýmsir mataræðiskúrar, slæmur lífsstíll og aðrir umhverfisþættir geta haft neikvæð áhrif á bakteríurnar í meltingarveginum. 

Hvað eru bakteríurnar í meltingarveginum og af hverju eru þær mikilvægar?

Hundruði tegunda baktería finnast í þarmaflóru mannsins. Þar ef eru sumar þeirra taldar góðar á meðan aðrar teljast skaðlegar.

Flestar bakteríurnar í þarmaflórunni tilheyra einum af fjórum hópum:  Firmicutes, Bacteroidetes, Actinobacteria or Proteobacteria.
 

Hver hópur gegnir mikilvægu hlutverki í heilsu okkar og þarfnast mismunandi næringarefna til að vaxa.

Vinalegu eða góðu bakteríurnar eru mikilvægar fyrir meltinguna. Þær eyðileggja skaðlegar bakteríur og aðrar örverur, einnig framleiða þær K vítamín, fólínsýru og nauðsynlegar fitusýrur (e. short-chain fatty acids). 

Þegar þarmaflóran inniheldur of mikið af skaðlegum bakteríum og ekki nægilega mikið magn af vinalegum bakteríum, myndast ójafnvægi. Slíkt er þekkt sem röskun á þarmaflórunni og/eða starfsemi hennar, með öðrum orðum e. dysbiosis. 

Bæði dysbiosis og minnkun á fjölbreytni í þarmaflóru hafa verið tengd við insúlínviðnám, þyngdaraukningu, bólgumyndun, offitu, bólgusjúkdóma í þörmum og ristli og krabbamein í endaþarmi. 

Þess vegna er mjög mikilvægt að hafa þarmaflóruna eins vingjarnlega og fjölbreytta og hægt er. 
Hér fyrir neðan eru dæmi um 8 óvænta hluti sem geta skaðað þarmaflóruna.

Fresh Food

1. Að borða ekki fjölbreytta fæðu 

Almennt er talið mjög mikilvægt að hafa fjölbreytta þarmaflóru. Skortur á fjölbreytileika innan þarmaflórunnar takmarkar eða kemur í veg fyrir nægilegan bata frá skaðlegum áhrifavöldum, líkt og frá sýkingum eða sýklalyfjum. 

Mataræði sem samanstendur af fjölbreyttum óunnum mat, líkt og ávöxtum, grænmeti og heilkorni getur leitt til mun fjölbreyttari þarmaflóru. Það er vegna þess að maturinn sem við borðum veitir næringarefni sem aðstoða bakteríurnar að vaxa, hollt mataræði nærir ýmsar tegundir af góðgerlum í  þarmaflórunni sem leiðir til fjölbreyttari þarmaflóru. 


Síðastliðin 50 ár hefur fjölbreytileikinn í vestrænu mataræði hrakað gríðarlega. Í dag kemur 75% af fæðuframboði heimsins aðeins frá 12 plöntum og 5 dýrategundum. Rannsóknir sýna að þeir sem búa í dreifbýlí í Aríku og Suður-Ameríku eru með fjölbreyttari þarmaflóru en þeir sem búa í Bandaríkjunum og Evrópu. Mataræði þeirra er ríkt af trefjum og próteinum frá fjölbreyttum plöntum. 

SAMANTEKT: Mataræði sem skortir fjölbreytta og holla fæðu, inniheldur lítið af grænmeti, ávöxtum og heilkornum, getur valdið því að þarmaflórunni skortir fjölbreytileika, slíkt veldur ýmsum algengum heilsufarskvillum.  

2. Skortur á Prebiotics í fæðunni 

Prebiotics eru tegundir trefja sem fara í gegnum líkamann ómeltar og ýta undir vöxt og virkni vingjarnlegra baktería. 

Ýmis matvæli, þar á meðal ávextir, grænmeti og heilkorn innihalda mikið af prebiotic trefjum. 
Skortur á þeim í mataræði getur verið skaðlegt fyrir heilsu meltingarvegarins. 

 

Heimild: https://www.healthline.com/nutrition/8-things-that-harm-gut-bacteria 

bottom of page