top of page
RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
8 útlimir af jóga
The Yoga Sutras er rit eftir Patanjali þar sem talað er um átta atriði jógaspekinnar. Þar eru leiðbeiningar hvernig á að lifa innihaldsríku og markvissu lífi. Markmið jóga er að öðlast frelsi og losna frá þjáningu, til þess þróaði hann þessa átta útlimi. Eftirfarandi atriðum þarf ekki endilega að fylgja í réttri röð heldur eru þetta þrep í átt að vaxandi sjálfsvitund.
1. YAMA - Framkoma við aðra
Skiptist í 5 hluta:
-
Ahimsa - ekkert ofbeldi/friður
-
Satya - sannleikur/ekki ljúga
-
Asteya - ekki stela
-
Brahmacharya - skírlífi
-
Aparigraha - örlæti/engin græðgi
2. NIYAMA - Framkoma við sjálfa/n sig
Skiptist í 5 hluta:
-
Saucha - hreinlæti
-
Santosha - gleði
-
Tapas - agi/gera eitthvað sem maður nennir ekki en veit að er gott
-
Svadhyaya - andleg könnun/sjálfsskoðun og lærdómur
-
Isvara pranidhana - gefa eftir fyrir guði
3. ASANA - Jógastöður
Asanas eru jógastöður sem æfðar eru í jóga. Í jógafræðum er líkaminn musteri andans og er umönnun líkamans mikilvæg fyrir andlegan vöxt og þroska. Með því að stunda jóga öðlumst við aga og aukum einbeitinguna, bæði er það nauðsynlegt til þess að iðka hugleiðslu.
4. PRANAYAMA - Öndun
Hugurinn er mjög tengur önduninni og stjórnast andardrátturinn því oftast af hugarástandi okkar. Þegar hugurinn er órólegur verður öndunin grynnri og hraðari, til dæmis er streita orsakavaldur þess. Með því að stunda pranayama öndunaræfingar látum við ekki lengur hugann hafa áhrif á öndunina heldur látum við öndunina hafa áhrif á hugann, hugurinn róast og við náum betri stjórn. Það minnkar kvíða og ýmis vandamál. Hægari og dýpri öndun getur haft ýmis góð áhrif á líkamann, sjá meira hér.
5. PRATYAHARA - Fráhvörf eðlis
Á þessu stigi drögum við meðvitund okkar tímabundið frá þessum utanaðkomandi heimi, og öllu áreitinu sem honum fylgir, svo við getum beint athyglinni inn á við. Við erum fullkomlega meðvituð og aðskiljum okkur frá öllum skynjunum og skynfærum. Við erum frjáls frá öllum sem er, það eru engar langanir, tilfinningar og engin fíkn eða áreiti sem getur truflað okkur. Eftir að við höfum tileinkað okkur þetta þá munum við vera mun þakklátari fyrir að vera hluti af heiminum og njóta þess að upplifa, skynja og finna. Að hverfa frá þessari veröld í ákveðinn tíma hjálpar okkur að njóta þess betur að vera hluti af henni og þeim skynjunum sem henni fylgir. Þar sem við erum búin að fara inn á við þá erum við í tengslum við okkur sjálf, tilfinningar okkar og skynjanir, og lærum að njóta í staðinn fyrir að stjórnast af þeim (1).
6. DHARANA - Einbeiting
Dharana snýst um að ná stjórn á einbeitingunni eða athyglinni. Líkt og í Pratyahara þurfum við að beina athyglina frá skilningarvitunum og í þessu tilfelli að einhverju ákveðnu, hvort sem það er hlutur, andardrátturinn, markmið eða annað slíkt. Ef við beinum athyglinni okkar að ákveðnu markmiði þá mun það stækka og því er gott að vera meðvitaður hvert athyglinni er beint, til þess að orkan eða athyglin fari ekki til spillis. Við lærum hvernig á að slaka á hugsunum okkar með því að einblýna á eitthvað ákveðið.
7. DHYANA - Hugleiðsla
Dhyana er hugleiðsla sem með öðrum orðum er ótruflað flæði einbeitingar, og án þess að reyna að einbeita þér ertu frekar fullkomlega meðvituð/aður. Á þessu stigi hefur hugurinn róast og framleiðir fáar eða engar hugsanir. Þrátt fyrir að við náum þessu ástandi ekki strax þá gögnumst við mikið á því að reyna. Hugleiðsla gengur út á að komast í betri tengsl við sjálfa/n sig og að komast á hærra vitundarstig. Lesa meira hér.
8. SAMADHI - Uppljómun eða alsæla
Patanjali lýsir þessu stigi, Samadhi, sem stig alsælu eða uppljómun. Með hugleiðslu, jóga og öðrum æfingum er hægt að nálgast eða komast á þetta stig.
Á því er algjörlega hrein vitund, þú ert ein/n með alheiminum og partur af öllu. Það er engin fortíð eða framtíð, aðeins hér og nú. Þar ríkir gleði, fullnægja, frelsi og óttaleysi. Hæfileikinn til að sjá skýrt án truflana frá huganum, án þess að dæma eða vera háður einhverju. Snýst ekki um að vera háður hamingjunni eða góðri tilfinningu heldur frekar um það að sjá lífið og veruleikann nákvæmlega eins og hann er, án hugsana, tilfinninga eða dóma (2).
1. Heimild
2. Heimild
bottom of page