top of page

Áföll hafa gríðarleg áhrif á meltingarkerfi okkar

Ef þú hefur upplifað alvarlegt tilfinningalegt eða líkamlegt áfall í lífi þíni, og/eða hefur áfallastreituröskun (PTSD = e. post-traumatic stress disorder) getur það haft mikil áhrif á sympatíska taugakerfið (fight-or-flight), kvíða, streitu og almenna heilsu. 

Áföll hafa mun meiri áhrif á líkama okkar en við gerum okkur oft grein fyrir og þau geta fest sig í ákveðnu svæði líkamans; þarmaflórunni. Meltingarkerfið er tengt við heilann og tengist skapinu okkar á mörgum sviðum og áföll geta haft gríðarleg áhrif á bæði örverurnar í meltingarveginum og taugakerfi þarmanna. 

Ef þú hefur upplifað áfall í lífi þínu og þú finnur einnig fyrir ójafnvægi í meltingarveginum þá eru mikil tengsl þar á milli. 

Það eru sterk tengsl milli áfalla og meltingartruflana 


Fyrst skulum við líta á staðreyndirnar: tengslin á milli áfalla, líkt og tilfinningalegt eða kynferðislegt ofbeldi, og meltingarvandamála eru mjög sterk. Einn stærsti kvillinn sem um ræðir er iðraólga (IBS = e. Irritable bowel syndrome). 

Erfitt er að finna eina rétta ástæðu fyrir því hvað veldur IBS og orsakirnar eru ekki alltaf þær sömu fyrir alla. Vísindamenn telja þó að líkamlegir þættir, viðkvæmur meltingarvegur, sýkingar, streita og stress spili allt stórt hlutverk í þeim orsökum. 

bottom of page