RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Avókadó búðingur með múslí
INNIHALD:
1-2 avokadó
safinn úr 1 sítrónu
1 cm engifer
1 tsk agave sýróp eða hrátt hunang
AÐFERÐ:
Setjið allt í góðan blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til áferðin er orðin mjúk.
Setjið inn í ískáp í 30 mínútur til þess að kæla búðinginn.
Bætið síðan múslí saman við og njótið!
Avókadó:
-Rík af hollri fitu
-Innihalda 20 mismunandi vítamín og steinefni
-Rík af C og K vítamíni
-Innihalda meira kalíum en bananar
-Geta lækkað kólesteról og þríglýseríð gildi
-Geta hjálpað við upptök og nýtni næringarefna
-Vernda sjónina
-Góð fyrir beinin
Engiferrót:
-Góð lækning fyrir ógleði, meltingartruflanir og lélegt blóðflæði
-Frábær fyrir brjóstsviða, uppþembu og óreglulegar hægðir
-Lækkar blóðþrýstinginn
-Ótrúlega bólgueyðandi
-Góð gegn hálsbólgu, kvefi, flensu og astma
-Frábær fyrir liðagigt og slitgigt