RÁÐGJÖF - JÓGA - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Ayurvedísk fræði


Ayurveda er um 5000 ára gamalt heildrænt indverskt lækningakerfi . Aðferðin byrjaði þegar indverskir múnkar leituðu sér nýjar leiðar til að vera heilbrigðir, þar sem þeir trúðu að það myndi hjálpa þeim að hugleiða og komast lengra andlega. "Ayurveda" er úr sanskrít og þýðir lífsþekking þar sem "Ayu" þýðir líf og "Veda" þýðir þekking. Samkvæmt Ayurvedískum fræðum eru allir einstaklingar mismunandi og það er ekkert mataræði eða lífsstíll sem hentar fyrir alla. Einnig fer það eftir árstíma hvort að líkaminn þinn sé tilbúinn fyrir ákveðinn mat, tilfinningalíðan og ástandi á líkamanum. Fyrir einn einstakling hentar vel að borða eldaðan mat á veturna á meðan það hentar annarri manneskju mun betur að fylgja hráfæði. Einnig er adrei gott að borða í uppnámi eða þegar þú finnur fyrir kvíða, best er að borða í róandi umhverfi og gefa matnum alla athyglina. Ayurveda leggur áherslu á nákvæma ráðgjöf og leiðbeiningar hvernig á að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu. Matur og lífsstíll er talið mikilvægasta lyfið.
Ayurveda byggist á þremur megin Doshas eða líkamsgerðum. Dosha er orkan sem skapar hvern einstakling, sem skapar líffræðilega mismunandi líkamsstarfsemi.
3 gerðir Dosha:
1. Vata Dosha (vetur) - orka sem stjórnar líkamsstarfsemi tengda hreyfingu, líkt og blóðrásakerfinu, andardrættinum, að blikka augunum og hjartslætti. Þegar það er í jafnvægi þá erum við skapandi og full af lífi en þegar það er í ójafnvægi erum við reið og kvíðin.
Vata ríkjandi líkamsgerð:
Skapandi, fljót/ur að læra en einnig fljót/ur að gleyma. Fljót/ur að labba og hefur tilhneigingu til að hafa kaldar hendur og fætur, líður einnig illa í köldu loftslagi. Spenntur, líflegur og skemmtilegur persónuleiki. Skapsveiflur, óregla í lífsvenjum, mikil og skammlíf orka, á auðvelt með að þreytast. Bregst við stressi með ótta, áhyggjum og kvíða. Er oftast með þurra húð og hár og svitnar ekki mikið. Full/ur af orku og áhuga þegar Vata er í jafnvægi.
2. Pitta Dosha (sumar) - orka sem stjórnar efnaskiptum líkamans, þar á meðal meltingu, frásogi næringarefna og líkamshita. Þegar það er í jafnvægi erum við nægjusöm, ánægð og greind en þegar það er í ójafnvægi erum við gjörn á að fá sár á húð (t.d. munnangur) og erum reið.
Pitta ríkjandi líkamsgerð:
Sterk/ur, góð líkamsbygging, skarpur hugur, góð einbeiting og gott sjálfsöryggi. Árásahneigð, krefjandi og ýtin/n þegar Pitta er í ójafnvægi. Keppnisfull/ur, finnst gaman af áskorunum. Ástríðufull/ur og rómantísk/ur, góð melting, mikil matarlyst, verður pirruð/aður ef misst er af matnum eða bíða þarf eftir honum. Undir stressi og álagi verður Pitta pirruð eða reið. Húðin er rauðleit, brennur auðveldlega og er oft með freknur. Líður illa í miklum hita. Góð/ur að tala í almenningi,, stjórnsemi og með mikla forystuhæfni. Dæmigerð líkamleg vandamál eru útbrot, bólgur, bólur, brjóstsviði, svefnleysi, þurr augu og súr magi.
3. Kapha Dosha (vor) - orka sem stjórnar vexti líkamans. Dreifir vatni til allra líkamshluta. gefur húðinni raka og viðheldur góðu ónæmiskerfi. Þegar það er í jafnvægi sýnum við ást og fyrirgefningu en þegar það er í ójafnvægi erum við ósjálfsörugg og öfundsjúk.
Kapha ríkjandi líkamsgerð:
Rólegur, hægur og þægilegur persónuleiki. Ástúðleg/ur, elskuleg/ur og samúðarmikil/l, fordæmir ekki aðra. Stöðugleiki og áreiðanleiki. Sterk líkamsbygging, þung og stöðug. Tilhneiging til að vera í ofþyngd og þjáist oft af slæmri meltingu. Hægur talandi, lengi að læra en hefur gott langtímaminni. Mjúkt og sítt hár. Viðkvæmur fyrir þunglyndi. Sjálfbærni, góð heilsa og gott ónæmiskerfi. Róleg/ur og leitast eftir að halda frið í sínu umhverfi, fer ekki auðveldlega í uppnám og er góður stöðugleiki fyrir aðra. Dæmigerð líkamleg vandamál eru kvef, öndunarerfiðleikar t.d. astma, höfuðverkir vegna bólgu, ofnæmi og æðakölkun (1).
Hér getur þú séð hvaða Dosha eða líkamsgerð þú ert.
Mataræði fyrir Vata líkamsgerð:
Vata er í jafnvægi með fersku elduðu mataræði. Mjúkur matur sem er ríkur af
próteini og fitu, kryddaður með hitandi kryddum og borinn fram volgur eða heitur.
Þetta stuðlar að góðri meltingu, veitir húðinni raka og hlýju og nærir vefina í
líkamanum. Vata líkamsgerð er mjög köld, blaut, gróf og létt svo gott er að borða
mat sem núllstilla þessa eiginleika, til dæmis heitan mat, rakan, feitan og nærandi.
Best er að forðast matvæli eða drykki sem eru kælandi, kolsýrða drykki, mikið magn
af hráum áxöxtum og grænmeti. Helst forðast alveg að drekka klakavatn og forðast
að drekka smoothie úr frostnum ávöxtum. Kælandi matur eða drykkir hefta
meltinguna ogvalda hægðatregðu.
Vökvaríkur matur líkt og ber, melónur, kúrbítur og jógúrt hjálpa Vata líkamsgerð þar sem hún er mjög þurr. Feitur matur líkt og avokadó, kókoshneta, ólífur, fræ og hnetur er einnig mjög góður. Forðist þurran mat líkt og poppkorn, kex, venjulegar kartöflur, baunir og þurrkaða ávexti.
Ofát og þungur matur er ekki góður fyrir Vata líkamsgerð. Þar má nefna djúpsteiktan mat þar sem það getur ruglað meltinguna sem Vata er með. Ekki gott að borða of mikið í einu heldur frekar að borða mat sem veitir stöðuga orku og góða næringu líkt og eldaðar kornvörur, rótargrænmeti, hnetur og fræ. Unnar matvörur líkt og matur í niðursuðudósum, tilbúnar máltíðir og kökur er oftast þungur matur og skortir "prana" (lífskraft).Einnig gott að forðast örvandi efni líkt og kaffi, nikotín og áfengi þar sem það stuðlar ekki undir þörfinni hjá Vata að vera jarðbundin.
Grænmeti og ávextir eru oft taldir frekar grófir þar sem það inniheldur bæði mikið af trefjum, þess vegna forðast Vata líkamsgerð mikið magn af því. Þrátt fyrir að það sé eldað þá er til dæmis eldað brokkolí, hvítkál, blómkál, grænt laufgað grænmeti og margar baunir ennþá mjög gróft og ætti að innbyrða lítið af eða forðast alveg. Hins vegar er mjög gott að borða matvæli sem eru með mjúka áferð líkt og bananar, grjónagrautar og maukaðar súpur.
Í stað þess að muna langan lista af hverju er mælt með að borða fyrir Vata líkamsgerð og hvað ekki þá er einfaldlega hægt að muna hvaða brögð henta fyrir Vata. Mælt er með sætu bragði, súru og söltuðu og best er að forðast biturt bragð, bragðsterkan- og þurran mat. Þegar sagt er sætt bragð er átt við ávexti, flest kornmeti, rótargrænmeti, jógúrt, hnetur, fræ og flestar olíur. Súrt bragð er til dæmis sítróna, límóna, sýrt grænmeti og edik. Saltað bragð kemur eingöngu af saltinu sjálfu, líkt og sjávarsalti eða himalaya salti. Farið samt sem áður varlega með saltið þar sem flestur matur í dag inniheldur meira en nóg salt.
Mælt er með að borða 3 máltíðir á dag og er morgunmaturinn talinn mikilvægur. Borða á mest í hádegismat og ekki eins mikið í kvöldmat. Best að borða ekkert eftir klukkan átta á kvöldin. Hér má sjá nákvæman lista af mat sem hentar fyrir Vata líkamsgerð (2).
Mataræði fyrir Pitta líkamsgerð:
Pitta líkamsgerð er í jafnvægi með fersku og óunnu mataræði. Til dæmis kælandi mat, orkugefandi, tiltölulega þurrum og kolvetnaríkum. Þessi matur kemur Pitta í jafnvægi þar sem hann minnkar innri eldinn, kemur í veg fyrir bólgur, kemur jafnvægi á meltingarveginn og gerir líkamann jarðtengdari. Eins og áður kom fram er Pitta líkamsgerð keppnisfull, með mikinn innri eld, mikla orku, þar að segja mjög örvaður persónuleiki. Því er gott að borða mat sem er ekki örvandi. Pitta líkamsgerð er olíurík, heit, létt, útbreidd og fljótandi, þannig matur sem núllstillir það er þurr matur, mildur, kælandi, jarðtengdur, stöðugur og þéttur.
Kælandi matur er til dæmis hráfæði, gott er að mikið af ávöxtum og grænmeti. Hins vegar er best að forðast mjög heitan mat og örvandi fæðu líkt og koffín, áfengi og súkkulaði, þar sem það getur skapað meiri hita/eld í líkamanum. Fyrir Pitta líkamsgerð er einnig gott að borða mat sem er þéttur í sér og þungur, þá er ekki átt við djúpsteiktan mat heldur frekar kornmeti, rótargrænmeti, fræ, og kælandi olíur. Þar sem Pitta líkamsgerð er frekar fiturík hentar þurr matur mjög vel, líkt og baunir, kartöflur, hafrar, maís og flest grænmeti. Forðast skal feitan mat sem er hitandi fyrir líkamann líkt og egg, ólífur og hnetur. Bragðmikill eða skarpur matur líkt og ananas, súrar gúrkur og edik er frekar skipt út fyrir mildari mat líkt og epli, gúrkur og límónur.
Mælt er með sætu bragði, bitru og þurrum mat en best er að forðast bragðmikinn mat, saltaðan og súrt bragð. Sætur matur er til dæmis ávextir, flestar kornvörur og rótargrænmeti. Biturt bragð er kælandi og þurrt, það er gott fyrir blóðið og meltinguna. Þar má nefna kál, bitrar melónur, ætifífil, dökkt súkkulaði, kúmen krydd og túrmerik. Þurr matur er til dæmis aduki baunir, kjúklingabaunir, nýrnabaunir, linsubaunir, pintobaunir og sojabaunir, epli, trönuber, granatepli, brokkolí, blómkál, salat, poppkorn, rískökur, kex, basilika, kóríander, dill, fennel, steinselja og túrmerik.
Hér má sjá nákvæman lista af mat sem hentar fyrir Pitta líkamsgerð (3).
Mataræði fyrir Kapha líkamsgerð:
Kapha líkamsgerð er í jafnvægi með ferskum elduðum og óunnum mat sem er léttur í sér, þurr, hitandi, bragðmikill, heitur og auðveldur fyrir meltinguna. Einfalt mataræði og fáar máltíðir henta vel fyrir Kapha, lítið af sætindum, nánast ekkert áfengi og mjög mikið magn af ferskum ávöxtum og grænmeti. Kapha líkamsgerð er þung, olíurík og mjúk þannig að mataræði sem núllstillir það eru matur sem er léttur, volgur, þurr og grófur.
Léttur matur er til dæmis mikið af áxöxtum og grænmeti, helst eldað. Hrátt grænmeti hentar best á vorin og sumrin. Forðast grauta, hnetur, kökur, hveiti, mjöl, brauð, pasta, rautt kjöt, djúpsteiktan og unnin mat. Einnig er ekki gott fyrir Kapha að borða mikið magn í einni máltíð. Hitandi matur getur verið ýmis krydd, eldaður matur yfir köldu mánuðina, volgt vatn eða te. Best að forðast kælandi mat líkt og kalda og kolsýrða drykki og ekki borða of mikið af ávöxtum yfir köldustu mánuðina.
Þurr matur er góður fyrir Kapha líkamsgerð líkt og baunir, kartöflur, þurrkaðir ávextir, rískökur og maís. Best er að nota eins lítið af olíu og hægt er og borða lítið af feitum mat líkt og avokadó, kókoshnetu, ólífum, hveiti, hnetum og fræjum. Ekki borða of mikið af vatnsríkum mat líkt og melónum, kúrbít eða jógúrti. Fyrir Kapha er gott að borða grófan mat og líkt og áður var nefnt er grænmeti og ávextir fullkomnir fyrir það. Mælt er með brokkolí, spergilkáli, hvítkáli, dökku laufguðu grænmeti og mörgum baunum.
Bragðmikill matur, þurr, og bitur er góður fyrir Kapha líkamsgerð á meðan sætt bragð, súrt og saltað ætti að forðast. Með bragðmiklum mat er átt við sterkan mat líkt og chilli, eða mat með áberandi bragð líkt og radísur, laukur og flestar kryddjurtir. Biturt bragð er kælandi og þurrt, það er gott fyrir blóðið og meltinguna. Þar má nefna kál, bitrar melónur, ætifífil, dökkt súkkulaði, kúmen krydd og túrmerik. Þurr matur er til dæmis aduki baunir, kjúklingabaunir, nýrnabaunir, linsubaunir, pintobaunir og sojabaunir, epli, trönuber, granatepli, brokkolí, blómkál, salat, poppkorn, rískökur, kex, basilika, kóríander, dill, fennel, steinselja og túrmerik.
Mælt er með að borða þrjár máltíðir á dag eða jafnvel tvær duga stundum. Þar sem Kapha líkamsgerð er oft með viðkvæma meltingu geta djúsföstur eða hreinsanir verið hjálpsamar. Hér má sjá nákvæman lista af mat sem hentar fyrir Kapha líkamsgerð (4).