top of page

Góð ráð gegn bakflæði

Vélindað er pípa sem flytur fæðuna sem við borðum alla leið niður í maga. Á miðri bringunni eru lítil og vöðvamikil göng sem aðskilja endann á vélindanu frá maganum. Það kallast neðri vélinda hringvöðvi eða lower esophageal sphincter (LES) á ensku. Þessi hringvöðvi, þar sem vélindað opnast inn í magann, hindrar að magainnihaldið geti flætt aftur upp í vélindað. Þegar við borðum ætti hringvöðvinn að vera opinn og laus, þannig að maturinn eigi greiða leið niður í maga. En á öðrum tímum, nema þú þurfir að kasta upp, ætti hringvöðvinn að vera vel lokaður. Það kemur í veg fyrir að maturinn sem við borðum og meltingarvökvinn ferðist upp á við. Bakflæði þýðir að einastaklingurinn sé með slakan hringvöðva þegar hann ætti að vera þéttur. Það þýðir ekki að einstaklingurinn sé með of mikið af magasýru.

 

Maginn framleiðir nokkrar mismunandi meltingarvökva. Aðal meltingarvökvinn í líkamanum er saltsýra eða hydrochloric acid (HCl). Ein sterkasta sýra náttúrunnar, HCl er hönnuð til að brjóta niður prótein, líkt og erfiða kjötið í hamborgaranum sem þú borðaðir. Hún er einnig hluti af ónæmisstarfsemi líkamans, drepur sýkla sem myndu annars veita skaða í þörmunum. Annar mikilvægur meltingarvökvi er pepsín. Saltsýra virkjar ensímið pepsín sem brýtur próteinið niður í smærri einingar.

 

Ef meltingarvökvar eru á vitlausum stað veldur það sársauka. Að hluta til vegna þess að sýran og pepsínið byrja að melta vefi líkamans í staðinn fyrir matinn. Rannsóknir sýna einnig að pepsín í vélinda veldur bólgumyndun (e. inflammatory cascade) sem gæti verið stærsti drifkraftur verkja vegna bakflæðis. Frumur í magafóðringunni eru húðaðar slími til að vernda sig gegn meltingarvökva. Vélindað er ekki nálægt því eins húðað og maginn, þannig að þegar hringvöðvinn (LES) er laus eða slakur og meltingarvökvinn ferðast upp þá veldur það sársauka. Því er talað um að bakflæði er ekki af völdum óhóflegrar magasýru heldur magasýru á röngum stað. 

 

Langtíma notun á sýrubælandi lyfjum getur verið hættulegt, einkum Proton Pump Inhibitors (PPI) sem eru oft veitt fyrir bakflæði. Þessi lyf voru í reynd hönnuð til þess að hjálpa þeim sem voru með magabólgu eða sár til að gróa og þeim var ávísað í nokkrar vikur í mesta lagi. PPI lyf geta dregið úr frásogi mikilvægra próteina og steinefna og með langri notkun hreinlega valdið beinþynningu, liðagigt, þunglyndi, hjartasjúkdómum og sykursýki. Ef þú ert að taka þessi lyf þá getur einnig verið hættulegt að hætta skyndilega á þeim. Hætta þarf á lyfjunum hægt og rólega, oft yfir 6 vikna tímabil, í samráði við heilsusérfræðing og finna grunnástæðu bakflæðisins fyrst til þess að geta komið í veg fyrir það á náttúrulegan hátt (1). 

Það geta verið margar ástæður fyrir því að einstaklingar upplifi bakflæði. Hér fyrir neðan eru nokkur góð ráð til þess að losna við bakflæði án lyfja. Með því að finna grunnástæðu bakflæðisins, þar sem það hefur áhrif á langtíma heilsu einstaklingsins. (Functional Medicine gengur út á það að finna grunn- eða rótarástæðu vandamálsins eða sjúkdómsins).

 

1. Hægðu á þér, sestu niður og tyggðu, tyggðu, tyggðu matinn vel. Þetta er það sem við köllum "Eating Hygiene". Meðal manneskja tyggur hvern bita aðeins nokkrum sinnum áður en hún kyngir - með erfiðleikum. Oftast með stórum vatnssopum samtímis. Flestir borða alltof hratt og gleypa matinn í sig. Gott er að nota matmálstímann sem hugleiðslu. Reyndu að tyggja matinn þangað til að hann verður aðallega að vökva. Þetta dregur verulega úr vinnunni sem maginn þarf annars að leggja á sig. MELTINGIN BYRJAR Í MUNNINUM.

 

Það er mjög mikilvægt í hvernig ástandið við borðum matinn, hvort við séum að drífa okkur, á hraðferð í bílnum, við skrifborðið í streituvaldandi umhverfi, erum stressuð eða reið og svo framvegis. Ef við borðum á hraðferð þar sem líkami okkar er í fight og flight ástandi, þegar sympatíska taugakerfið er virkt, þá getum við ekki melt matinn almennilega og við vinnum ekki úr þeim næringarefnum og vítamínum sem við eigum að fá úr matnum. Með þessu getum við þróað með okkur ýmis meltingarvandamál sem getur leitt til vannæringar.

Þetta hljómar frekar einfalt en fjöldinn allur af einstaklingum hefur læknað bakflæðið aðeins með því að gefa sér tíma til að borða í rólegu umhverfi og TYGGJA vel. Tyggja hvern bita 20-30 sinnum og ekki drekka of mikinn vökva með máltíðum (sá fyrir neðan.

 

2. Forðastu stóra sopa. Það er vissulega í lagi að drekka örlítið vatn með máltíðum en margir nota matmálstímann sem tækifæri til að fylla á vökvatankinn yfir daginn. Of mikill vökvi með máltíðum getur þynnt magasýruna og gert hana óvirkari sem leiðir til uppþembu og magaverkja. Maturinn getur hangið í maganum lengur en hann ætti og byrjað að gerjast. Gas byggist upp, setur þrýsting á hringvöðvann (LES) sem byggist upp og að lokum veldur bakflæði. Mjög mikilvægt að drekka nægilegt magn af vatni milli máltíða og drekka einungis lítinn vökva með máltíðum. 

 

3. Ekki borða of mikið í einu. Stundum opnast hringvöðvinn (LES) útaf magninu af matnum sem við borðum. Rannsóknir sýna að meltingin er betri hjá þeim einstaklingum sem borða minna í einu. Það er samt sem áður ekki gott fyrir meltinguna að vera stanslaust nartandi í mat, líkaminn þarf hvíld frá meltingunni til þess að eyða ekki allri orkunni í að melta matinn. Betra er að borða nokkrar smærri máltíðir yfir daginn (fylla magann ~80% af mat) og ekki borða neitt milli mála. Við verðum að skilja eftir rými fyrir meltinguna til að eiga sér stað. Ef við borðum hægar þá finnum við einnig fyrr fyrir seddu og borðum ekki yfir okkur. 

 

4. Forðastu að vera í þröngum fötum. Reyndu að vera í þægilegum og lausum fötum um miðjan líkamann. Ef þú ert með þröngt belti þá seturðu mikinn þrýsting á meltingarfærin (óléttar konur upplifa til dæmis oftar bakflæði). Þetta getur þrýst matnum og meltingarvökvanum upp fyrir hringvöðvann sem veldur bakflæði. 

 

5. Passaðu uppá nægilegt magn af magnesíumi í líkamanum. Magnesíumskortur er algengur og hefur áhrif á nánast hvert einasta líffærakerfi líkaman. Hann getur valdið stífleika og krampa í vöðvum, ásamt bakflæði. Ég mæli með að taka magnesíum glycinate (frá Now til dæmis) vegna þess að það nýtist vel í líkamanum. Ef þú glímir einnig við hægðatregðu er gott að taka magnesíum sítrat í staðinn (mæli með frá Plantforce til dæmis). 
 

6. Hættu að borða matvæli sem valda bakflæði. Þetta atriði skiptir miklu máli. Það getur verið erfitt að hætta að borða matinn sem þú ert vön/vanur að borða en hann veldur oft mestu vandamálunum. Með því að halda áfram að borða þessi matvæli og taka bara lyf til þess að hunsa sársaukann áttu í aukinni hættu á að valda alvarlegum veikindum. Eftirfarandi matvæli eru algengar kveikjur bakflæðis: Elduð tómatsósa, sítrónusafi, kaffi, svart te, gosdrykkir, áfengi, sterkur eða mikið kryddaður matur, djúpsteiktur matur, súkkulaði og ýmsir hlutir sem innihalda myntu (t.d. tyggjó, tannkrem, te). Með því að hætta notkun eða draga úr þessum matvælum á meðan þú vinnur með aðrar rótarástæður geturðu dregið verulega úr bakflæði. 

 

7. Ekki borða eða drekka neitt 2-3 klst fyrir svefn. Bakflæði getur oft verið verst á kvöldin. Þá eru allir vöðvar líkamans slakari, þar á meðal hringvöðvinn (LES). Ef þú borðar rétt fyrir svefninn og ferð að sofa áður en maturinn er fullmeltur, eru mun meiri líkur á bakflæði. Einnig bætir það svefngæðin. 

 

8. Fight-or-Flight. Okkar menning hvetur okkur til að vera á fullu allan daginn, alltaf brjálað að gera og við kunnum sjaldan að ná góðri afslöppun. Þetta stuðlar að langvarandi líkamlegri og andlegri streitu. Þegar sympatíska taugakerfið er virkt (“fight or flight”) hægist á meltingarfærunum. Við erum hönnuð til að hafa parasympatíska taugakerfið (“rest and digest”) okkar virkt meirihluta tímans en svo er ekki. Í því ástandi nær líkaminn að hvílast, melta matinn, endurhlaða sig og vinna úr næringarefnum. Streita og krónískt bakflæði (GERD) helst vel í hendur. Það getur haft gríðarleg áhrif varðandi bakflæði að ná að slaka á líkamanum, sérstaklega á meðan við borðum. Gott er að gera rólega öndunaræfingu rétt fyrir matinn til þess að koma líkamanum í parasympatískt ástand eða “rest and digest”. Einnig hægt að setjast bara niður og slaka á, kannski taka nokkra hæga andardrætti, og einblína á að slaka á líkamanum fyrir mat, á meðan við borðum og eftir matinn til þess að koma í veg fyrir bakflæði. 

 

9. Ýmis lyf hafa einnig áhrif á bakflæði. Til dæmis nitrates, anticholinergics, benzodiazepines (algeng fyrir kvíða og svefnleysi), calcium channel blockers (algeng fyrir háan blóðþrýsting) og theophylline.

 

10. Mataróþol. Í mörgum tilfellum veit fólk að ákveðinn matur veldur bakflæði hjá þeim (fyrir utan listann hér að ofan). Mjólkurafurðir, t.d. mjólk, rjómi, ostur, ís, eru eitt af algengustu matvælum sem valda bakflæði. Að fjarlægja einungis mjólkurafurður úr mataræðinu hefur eitt og sér hjálpað fjölda fólks að koma í veg fyrir bakflæði. Önnur mataróþol gætu einnig haft mikil áhrif líkt og glúten og soja. Mjög margir þola glúten illa án þess að vera með ofnæmi fyrir því. Ef þú þjáist af bakflæði þá virkar ótrúlega vel að prófa að fjarlægja ákveðin matvæli úr mataræðinu í 2-3 vikur sem þú telur að gæti haft áhrif. Það kallast "elimination diet". Eftir þessar 2-3 vikur getur þú hægt og rólega byrjað að bæta einni tegund inn í einu í mataræðið í 3 daga í senn og þannig séð hvort áhrifin koma aftur. Á þennan hátt geturðu fylgst með hvaða matvæli hafa virkilega áhrif á bakflæðið. 

 

Ef ekkert að ráðunum hér fyrir ofan virka þá mæli ég með að leita til sérfræðing sem getur kannað eftirfarandi:

1. Þindarslit (e. A hiatal hernia - a simple x-ray)

2. Helicobacter pylori bakteríusýking. Baktería í mönnum sem valda oft ætisárum ef þær eru ofvaxnar en þær geta einnig valdið langvarandi bakflæði (GERD). Hægt að mæla í blóðprufu.

3. Of lítið af magasýru (HCl).  Mjög algengt þegar við eldumst og hjá þeim sem eru með skjaldkirtils- eða nýrnahettuvandamál, ásamt langvarandi streitu - miklar líkur á að þeir einstaklingar ropi mikið. Það er einnig möguleiki að það sé of mikið af magasýru til staðar en það er ekki algengt (algengara hjá þeim með sár í smáþörmum (duodenal ulcer) heldur en peptic sár) (2). 

GI-tract-xray.jpg
bottom of page