top of page
Banana pönnukökur

INNIHALD:

2 dl haframjöl

2 þroskaðir bananar

2 tsk bragðlaus kókosolía frá H-berg

4 msk brúnt möndlusmjör

1/2 dl rísmjólk

AÐFERÐ:
Setjið möndlusmjör og kókosolíu í skál og bræðið yfir vatnsbaði.

Þegar það hefur bráðnað setjið þá öll innihaldsefnin í góðan blandara og hrærið vel.

Hitið kókosolíu á pönnu og steikjið pönnukökurnar.

Snúið pönnukökunum þegar hliðarnar eru orðnar stífari.

Njótið með ferskum berjum og hollara sírópi!

Bananar:

-Innihalda pektín sem er gott gegn  ristilkrabbameini
-Rikir af kalíum sem hjálpar til við að

 lækka blóðþrýsting
-Innihalda magnesíum, það er  mikilvægt fyrir heilsu hjartans
-Draga úr krampa og eymsli í  vöðvum
-Innihalda b9, fólínsýru, sem getur  hjálpað að vinna gegn þunglyndi
-Stuðla að reglulegum hægðum
-Hjálpa við upptök kalsíums
-Auka orku

Hafrar:
-Innihalda meira prótein en
 flestar kornvörur
-Geta bætt blóðsykurinn
-Innihalda mikið magn af Beta-  Glúkani, tegund af  auðleysanlegum   trefjum sem eykur vöxt góðra   baktería í meltingarveginum
-Hafa lengi verið notaðir til að  meðhöndla þurra húð og kláða
-Draga úr líkum á astma í
 bernsku og sykursýki 2
-Innihalda lignan sem verndar gegn   hjartasjúmdómum og krabbameini

bottom of page