top of page
Bananaís

INNIHALD:

3 frosnir bananar

10 döðlur

2 msk brúnt möndlusmjör
1 msk agave sýróp
1/4 tsk kanill

AÐFERÐ:

Skerið niður þrjá vel þroskaða banana og setjið í frysti í að minnska kosti 3 klst.

Þegar bananarnir eru tilbúnir kjarnahreinsið þá döðlurnar og leggið þær í bleyti í 10 mínútur, afhýðið þær síðan þegar 10 mínúturnar eru liðnar. 
Blandið síðan öllu saman í matvinnsluvél og hrærið vel.

Njótið!

Bananar:
-Innihalda pektín sem er gott  gegn ristilkrabbameini
-Rikir af kalíum sem hjálpar til  við að lækka blóðþrýsting
-Innihalda magnesíum
-Geta bætt heilsu nýrnanna, í        einni rannsókn var um 33% minni   líkur á að fólk þróaði með sér   nýrnasjúmdóm  hjá þeim sem borðuðu banana reglulega
-Draga úr krampa og eymsli í vöðvum
-Innihalda b9, fólínsýru, sem  getur hjálpað að vinna gegn  þunglyndi
-Hjálpa við upptök kalsíums


Döðlur:

-Ríkar af A vítamínum, B1 og E
-Frábærar fyrir meltinguna
-Góðar fyrir timburmenn
-Innihalda mikið af járni þannig þær   eru góðar fyrir blóðleysi
-Æðislegar fyrir hjartað
-Ríkar af magnesíum

bottom of page