RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Kókosjógúrt með bláberjum
INNIHALD:
1/2 dós kókosmjólk frá COOP (fæst í nettó)
3 dl frosin bláber
2 ferskir bananar
1 tsk hreint vanilluduft
1 msk chiafræ + 2 msk vatn
AÐFERÐ:
Blandið chiafræjunum við 2 msk vatn í lítilli skál og látið liggja í 10 mín, leyfið fræjunum að draga í sig vökvann.
Setjið allt saman í góðan blandara nema chiafræin.
Bætið síðan chiafræjunum út í blandarann og hrærið í smá.
Setjið í ísskáp í nokkrar klst og njótið!
Ég geri jógúrtið á kvöldin og geymi það í ísskáp yfir nótt, það verður mun þykkara og betra. Uppskriftin gefur tvo skammta.
Krukkurnar fást í Bónus
Bláber:
-Mjög rík af andoxunarefnum
-Geta verndað gegn skemmdum á DNA
-Hjálpa til með mörg húðvandamál
-Innihalda mikið af trefjum
-Stútfull af B vítamíni og próantósýanídínum
-Mjög góð fyrir hárið
-Geta bætt heilsu hjartans og æðanna
-Bæta og viðhalda góðu minni
Kókosmjólk:
-Lækkar blóðþrýsting og kólesteról
-Byggir upp vöðva
-Rík af mikilvægum steinefnum
-Kemur í veg fyrir ofþornun og niðurgang
-Inniheldur heilbrigðar hitaeiningar fyrir heilann
-Góð fyrir hjartað