RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Bygg pottréttur
INNIHALD:
1 bolli perlubygg
5 stórar gulrætur
1/2 blaðlaukur
1 rauðlaukur
2 stilkar sellerí
1/2 rauður chilli
125 g sveppir
1 rauð paprika
3 hvítlauksgeirar
1 bolli vatn
680 g tómat passata
250 ml oatly vegan rjómi
3 tsk papikuduft
3 tsk þurrkuð basilika
1 tsk þurrað oreganó
1 tsp cumin
2 tsk graslaukskrydd
herbamare grænmetiskrydd
sjávarsalt og svartur pipar
240 g svartar baunir
AÐFERÐ:
Sjóðið 1 bolla af perlubyggi saman við 2 1/2 bolla af vatni í 15 mínútur í litlum potti.
Skerið niður gulrætur, sellerí, rauðlauk, hvítlauk, chilli, sveppi, rauða papriku og blaðlauk og setjið í stóran pott.
Bætið restinni saman við og sjóðið í um það bil 20 mínútur eða þar til pottrétturinn er orðinn þykkur.
Þegar perlubyggið er tilbúið setjið það þá í stóra pottinn og hrærið vel.
Ef þið kaupið forsoðnar baunir þá bætið þið þeim út í pottréttinn í lokinn og hrærið.
Njótið!
Bygg:
-Inniheldur færri kaloríur og minni fitu heldur en margar aðrar kornvörur
-Ríkt af trefjum
-Hjálpar að koma jafnvægi á blóðsykurinn
-Hjálpar að lækka kólesteról
-Ríkt af B vítamíni, selen og magnesíum
-Næringarefnin í byggi hjálpa til að halda æðunum hreinum
-Inniheldur andoxunarefni sem nefnist lignan
-Lignan tengist færri tilvikum krabbameins og hjartasjúkdóma
-Minnkar bólgur og eykur blóðflæðið
Gulrætur:
-Rík uppspretta af kalíum sem talið er auka blóðflæðið
-Innihalda mikið af sótthreinsandi efnum
-Bæta sjónina
-Að borða gulrót daglega dregur úr líkum á heilablóðflæði um 68%
-Innihalda mikið af beta-karótíni sem hjálpar að draga úr líkum á ýmsum krabbameinum
-Koma reglu á blóðsykurinn þar sem þær innihalda mikið af karótenóíða
-Auka hárvöxt og þykkja hárið
-Bæta ónæmiskerfið