RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Í stuttu máli er kakó algjör ofurfæða. Það eykur orku og úthald, ýtir undir framleiðslu á okkar eigin taugaboðefnum og gleðihormónum, eykur framleiðslu á endorfíni og minnkar kortisól sem er streituhormónið í líkama okkar. Kakó er ótrúlega gott fyrir hjarta- og æðakerfið. Það er aðal uppspretta magnesíums sem fyrirfinnst í náttúrunni og samkvæmt vísindum er kakó einnig andoxunarríkasta planta heims. Það er þrisvar sinnum ríkara af andoxunarefnum sem nefnast flavoníð heldur en grænt te.
Kakó er STÚTFULLT af vítamínum og steinefnum. Það inniheldur meðal annars trefjar, járn, magnesium, kopar, mangan, sink, C vítamín, króm, tryptophan og fleiri næringarefni. Einnig inniheldur það meira magn af öflugum andoxunarefnum en nokkur önnur fæða. Í því eru yfir 1200 virk efni. Allt þetta er vísindalega sannað.
Cacao eða kakótré (Cacao Theobroma) er lítið tré sem á uppruna sinn í Suður-Ameríku. Í fræbelg kakótrésins eru 20 til 60 fræ sem oft eru kölluð baunir. Baunirnar innihalda 40-50% kakósmjör. Þekktasta og virkasta efnið í kakóbauninni kallast Theobromine sem þýðir fæða guðanna.
Gæðin skipta máli!
Cacao er ekki sama og cocoa. Cacao er hrátt, óunnið, náttúrulega gerjað og upprunalegt form af súkkulaði. Á meðan cocoa er algengasta form súkkulaðis sem við þekkjum í dag og er að finna víða. Það er unnið, hitað mikið, oft erfðabreytt og bætt með alls kyns aukaefnum sem koma í veg fyrir hollustu þess.
CACAO ER ALGJÖR OFURFÆÐA!
Dökkt súkkulaði er hlaðið næringarefnum og efnasamböndum sem geta haft jákvæð áhrif á heilsuna. Yfirleitt er að finna 70% dökkt súkkulaði í matvöruverslunum en þetta er 100% hreint súkkulaði eða kakó og hefur því mun betri áhrif.
Kakó er aðal uppspretta magnesíums sem fyrirfinnst í náttúrunni. Og er það eitt mikilvægasta steinefni líkamans og heilans. Samkvæmt vísindum þá er kakó einnig andoxunarríkasta planta heims.
Kakó er náttúrulegur orkugjafi. Það hefur bæði örvandi og róandi áhrif á líkamann. Ýmis efni í líkamanum hafa verið rannsökuð af vísindamönnum eftir neyslu kakó. Þar á meðal anandamide, arginine, dopamine, tryptophan, and phenylethylamine.
Anandamide er efni sem finnst náttúrulega í heilanum og tengist gleðitilfinningum og hamingju. Það er endorfín sem líkaminn framleiðir t.d. eftir hreyfingu og kallast "the bliss chemical". Cacao Theobroma er eina plantan sem það hefur fundist í.
Tryptophan er nauðsynleg amínósýra og undanfari serótóníns, mikilvægt taugaboðefni sem hefur áhrif á líðan og tilfinningar ásamt fleiru. Phenylethylamine (PEA) í heilanum veldur losun dópamíns, taugaboðefni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin og hefur áhrif á skap og fleira. PEA eykur einnig athygli og fókus.
Þökk sé þessum efnum þá er kakó gott oft talið sem ágætis þunglyndislyf, því það eykur gleði og hamingju. Kakó er kallað ástardrykkurinn. Það inniheldur einnig mikið efni sem kallast theobromine. Það virkjar miðtaugakerfið og hjartað, slakar á vöðvum, víkkar æðarnar og fleira. Theobromine fannst fyrst í kakó árið 1842. Það eykur blóðflæði í líkamanum, gefur líkamanum orkubúst og hefur sambærileg áhrif og kaffi hefur á líkamann fyrir utan óróleikann sem fylgir koffíninu.
GOTT FYRIR HJARTA OG ÆÐAKERFIÐ
Rannsóknir sýna fram á að kakó eða dökkt súkkulaði geti dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Það inniheldur mikið magn af vítamínum og steinefnum. Meðal annars trefjar, járn, magnesium, kopar, mangan, sink, C vítamín, króm og fleiri næringarefnum. Einnig meira magn af öflugum andoxunarefnum en nokkur önnur fæða.
Talið er að þessi lífrænu efnasambönd í kakó geta bætt blóðflæði í æðum og valdið lækkun á blóðþrýstingi. Ástæða þess má rekja til andoxunarefnisins fenóls sem margir kannast við í rauðvíni og hjartabætandi áhrif þess þar. Hins vegar er að finna mun meira magn af þessu andoxunarefni í kakó heldur en í rauðvíni.
Að auki eru flavóníðar í cacaoi sem eru bólgueyðandi og auka blóðrennsli sem er frábært fyrir hjartað.
Birt var vísindaleg rannsókn árið 2006 sem sýndi fram á það að regluleg neysla á hreinu súkkulaði gæti dregið úr hjarta- og æðasjúkdómum um allt að 50%. Nýlegri rannsókn sem birt var í American Journal of Clinical Nutrition sýndi það sama, ásamt því að hafa með insúlínviðnám að gera. Þessi vísindalega rannsókn var gerð á 42 öðrum langtíma rannsóknum.
Til þess að kakó virki vel fyrir heilsuna þarf það að vera hreint og rétt form af kakói. Við viljum fá hreint cacao en ekki cocoa.
Jákvæð áhrif á kólesteról:
Hreint kakó er einnig þekkt fyrir að hafa góð áhrif á kólesteról og insúlínframleiðslu sem hefur áhrif á blóðsykur og blóðsykurstjórnun.
Rannsóknir hafa sýnt fram á talsverða lækkun á áhættuþáttum hjartasjúkdóma hjá þeim sem borða hvað mest af dökku súkkulaði.
Ahrif fenóls á blóðflæði hefur einnig jákvæð áhrif á húðina og verndandi áhrif gegn geislum sólar. Þessi áhrif geta einnig aukið blóðflæði til heilans og þannig bætt starfssemi hans (heimild).
Hreint kakó hefur nánast töfrandi áhrif á taugaboðefni eins og áður hefur komið fram. Það virkjar þau taugaboðefni sem ýta undir blóðflæði um taugar, heila, hjarta og húð. Sumir finna strax mun á sér eftir að hafa drukkið hreint kakó og upplifa mikla skerpu, hjartaopnun og meiri virkjun á öllum skilningavitum. Á meðan aðrir finna frekar fyrir langtímaáhrifunum. Því er mjög gott að drekka kakóbolla og hugleiða á eftir. Þar sem kakó gefur okkur djúpa upplifun út frá okkar eigin boðefnum.