NÝTT LÍF MEÐ HEILSUSAMLEGUM LÍFSSTÍL

Heilsuráðgjöf - Næring - Hreyfing

020319_007 (2).jpg

Hver er ég?

Anna Lind Fells heiti ég og er eigandi fyrirtækisins Líkami og Heilsa ehf. Ég er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine. Þessi fræði leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi frá Institute for Integrative Nutrition Health Coach og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Einnig lærði ég hjá CHEK institue þar sem ég tók stig 2 í hreyfingarvísindum og stig 2 í Holistic lifestyle coaching eða heildrænni lífsstílsþjálfun.
Ásamt því hef ég lokið námi í einkaþjálfun og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi.

 

Ég hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu og veiti heilsuráðgjöf í Skeifunni 19, 2. hæð. Einnig held ég fyrirlestra, býð uppá jóganámskeið, vellíðunar- & jóga retreat og netnámskeið. 

~Anna Lind Fells

ÞJÓNUSTA Í BOÐI

RÁÐGJÖF - NÆRING - HREYFING - HUGARFAR - LÍFSSTÍLL

Heilsumarkþjálfun

6 mánaða heilsumarkþjálfun. Notast er við heildræna nálgun að vellíðan, hollum lífsstíl og bættu mataræði. Staðsett í Skeifunni 19.

Jóganámskeið

4 vikna streitulosandi jóganámskeið fyrir byrjendur. Hádegistímar í Kristalhofinu, Síðumúla 15.

Jóga- & vellíðunarferð

3 nætur á 360 hótel, hollur matur, jóga, fyrirlestrar um heilsu, tónheilun, djúpslökun & nudd.

Fjarþjálfun

Þú getur valið um heimaprógram, ræktarprógram og matarplan með sem inniheldur hollar uppskriftir

Nudd

60-90 mín heilsunudd fyrir líkama og sál. Slakandi og endurnýjandi!

Skeifan 19, 2. hæð.

5 skipta heilsuráðgjöf

3 nætur á 360 hótel, hollur matur, jóga, fyrirlestrar um heilsu. 

SYMPTOMS ARE NOT NORMAL.
They are your body’s way of telling you there’s an imbalance.

When you restore gut health, many of your symptoms may improve and you won’t need to manage them with medications. Whether you have apparent digestive issues or not, many times the gut is to blame. Through functional lab testing and lifestyle medicine, together we can explore the underlying contributors of your symptoms, and use these healing opportunities to improve gut health and ultimately restore your overall health and vitality.
 

It helped me—and I’ve witnessed this healing firsthand with people I work with.

Yoga in Nature

HLUSTAÐU Á LÍKAMA OG SÁL

 

HUGAÐU AÐ HEILSUNNI

Heilsan er öllum mikilvæg og gæti þegið mun meiri athygli hjá mörgum okkar. Við vitum flest hvað er hollt og gott fyrir líkama okkar en við högum okkur ekki alltaf í samræmi við það. Það getur verið erfitt að fara út úr þægindarammanum og byrja að hreyfa sig eða að finna nýja og holla uppskrift til að elda. Anna Lind getur aðstoðað þig við að byrja.

Anna Lind er heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Hún aðstoðar fólk við að ná góðri heilsu. Hún býður uppá persónulega ráðgjöf fyrir þá sem vilja öðlast heilbrigðan lífsstíl með hollu mataræði, hreyfingu og lífsstílsbreytingum. Einnig er hún menntaður einkaþjálfari og jógakennari.  

Anna Lind hjálpar þér að læra að hlusta á eigin líkama þar sem allar matarvenjur eru mismunandi fyrir hvern einstakling fyrir sig og eru allir með sínar sérþarfir. Margt sem telst "hollt" hentar kannski ekki fyrir þinn líkama. Ef þú ert orkulaus, þjáist af magavandamálum eða bólgum í líkamanum, vilt léttast, losna undan streitu eða einfaldlega líða betur í eigin líkama þá er þetta fyrir þig!

 
 
 

Jóga og hreyfing

Anna Lind Fells Snorradóttir

Líkami og heilsa ehf