top of page
mexiko ævintyraferð.PNG

FLUG - GISTING - JÓGA Á STRÖNDINNI - KYRRÐ - FYRIRLESTRAR - HEILSA - ÆVINTÝRI - FERÐALÖG - FRÍR MATUR

Playa Del Carmen

Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðar hella. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina  er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum lita afbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Betri stað til köfunar eða til að snorkla er vandfundin. Allar tegundir siglinga og stórfiskaveiði eru vinsæl afþreying á þessum slóðum.

Stutt er yfir í eyjuna Cozumel, sem heimsfræg er fyrir sina köfunarstaði og staði til að snorkla. Ferð með ferjunni tekur um 40 mínútur og er á svifnökkva.

Yucatan svæðið spannar áhugasvið flestra er þangað koma, hvort sem það er á sviði menningar, náttúru eða afþreyingar af einhverju tagi sem.

Hin mörgu lón inni í skóginum, svokölluð Cenote myndast vegna neðanjarðavatnsfalla og eru þau mjög vinsæl sem sundstaðir ferðamanna enda má finna í mörgum þeirra fiska og skjaldbökur. Vatnið í þeim er ferskvatn og ganga hellar út frá þeim. Má finna stærsta neðanjarðahellakerfi heims á  Yucatan skaganum.  Lang þekktasta lónið er Gran Cenote.

Heilsu- & ævintýraferð í mexíkó 24. maí til 4. júní 2022

MEÐ HOLISTIC

OM.png

FÖSTUDAGUR

Gestir mæta á Fosshótel og koma sér fyrir
17:30 Kynning á dagskrá helgarinnar - öndun & slökunarjóga

19:00 2ja rétta kvöldverður

black-calligraphic-lotus-blossom-yoga-sy

LAUGARDAGUR

08:30 Mjúkt morgunjóga og öndun (60 mín)
9:30 Morgunmatur
10:30 Sigling um Fjallsárlón

13:30 Hádegismatur
14:30 Slökun, sauna og heitir pottar
16:30 Fyrirlestur um taugakerfið og streitustjórnun + hreyfiflæði og slökun(90mín)

19:30 2ja rétta kvöldverður

seedoflife.png

SUNNUDAGUR

08:30 Slökunarjóga og öndun (60 mín)
09:30 Morgunmatur
10:00 Slökun, sauna og heitir pottar
11:00 Útritun 
11:30 Náttúruganga að Svartafossi
á heimferð (val)

 

SKRÁNING Í HEILSU- & ÆVINTÝRAFERÐ:

Skráning og fyrirspurnir fara fram með tölvupósti á anna@holistic.is - endilega taktu fram fullt nafn og símanúmer við skráningu.
Sími: 659-1662
P1010094-768x1024.jpg

Anna Lind Fells

Anna Lind Fells er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine. Þessi fræði leggur áherslu á að  finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er hún heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ásamt því hefur hún lokið námi í einkaþjálfun, hreyfifærni og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi. Anna Lind kennir hot yoga í Reebok fitness ásamt því að halda sín eigin jóganámskeið.

Anna Lind Fells er eigandi fyrirtækisins Líkami og Heilsa ehf og hefur haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Hún býður uppá heilsuráðgjöf á Granda101 (Fiskislóð) og heldur úti heimasíðunni likamiogheilsa.is þar sem hún deilir ýmsum uppskriftum, heilsuráðum og þjónustum.

 

Menntun og námskeið:

  • 2019-2020 - Anusara 200 klst Jógakennaranám hjá Shree Yoga

  • 2019 ... - Nám í Applied Functional Medicine hjá SAFM

  • 2019 - 2020 Integrated Movement Science - Exercise Coach hjá Paul Chek Institute    

  • 2019 -2020 Yin Yoga Teacher Training - 30 klst

  • 2018 - 2019 Heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, frá Institute of integrative nutrition í New York

  • 2018 Hatha jógakennari frá Samma Karuna jógakennaraskóla í Tælandi 200 klst

  • 2017 Nám í einkaþjálfun hjá einkaþjálfaraskóla World Class​

P1010137-766x1024.jpg

Kristinn Sigmars

Kristinn 
 

Menntun og námskeið:

P1010033-768x1022.jpg

Jóhann Emil

Jóhann er
 

Menntun og námskeið:

bottom of page