RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Holl lágkolvetna gulrótarkaka
Án sykurs, glútens og kornvara.
INNIHALD:
220g rifnar gulrætur
1/2 bolli xyilitol
4 lífræn egg
1/2 bolli bráðið smjör (114g)
1/4 bolli kókos grísk jógúrt (Ég nota frá Abbot Kinneys sem fæst í Hagkaup og Nettó)
200g möndluhveiti (2 bollar)
30g kókosmjöl (1/4 bolli)
90g valhnetur, fínt skornar (3/4 bolli). Einnig hægt að setja í matvinnsluvél
3 teskeiðar matarsódi
4 teskeiðar kanill
1 teskeið engiferkrydd
1/2 teskeið múskat
Krem:
1 dolla vegan rjómaostur frá Kite Hill (fæst í Vegan búðinni)
3 msk brætt smjör
1/4 bolli xylitol
Nokkrir dropar af stevíu
1 msk Vanillu latte duft (frá Kali.is netverslun). Einnig hægt að nota annað vanilluduft.
AÐFERÐ:
1. Hitaðu ofninn í 180° C eða 160° C ef þú vilt nota blástur.
2. Settu bökunarpappír á 20cm kökuform.
3. Hrærðu eggin og sætuefnið saman í hrærivél eða matvinnsluvél í 3-5 mínútur.
4. Bættu við bræddu smjöri og kókosjógúrti og hrærðu.
5. Settu öll þurrefnin saman í stóra skál og blandaðu með gaffli.
6. Blandaðu síðan þurrefnunum saman við blauta deigið hægt og rólega með sleif.
7. Næst seturðu rifnar gulrætur saman við deigið og hrærir með sleif.
8. Settu deigið í bökunarform og bakaðu í 55-60 mínútur. Kíktu á kökubotninn þegar 45 mínútur eru liðnar og settu lausan álpappír yfir botninn ef hann er farinn að dekkjast (til að koma í veg fyrir að hann brenni).
9. Fjarlægðu kökubotninn úr ofninum þegar hann er tilbúinn og leyfðu honum að kólna áður en þú berð kremið á.
Krem - aðferð:
Settu öll innihaldsefnin saman í hrærivél eða matvinnsluvél.
Innblástur frá sugarfreelondoner.com