top of page
Dásamlegar kókoskúlur

INNIHALD:

1 dl haframjöl

1 dl kasjúhnetur

1/2 msk lífrænt kakóduft

1 tsk vanilluduft

smá sjávarsalt

16 döðlur, steinhreinsaðar

1 msk agave sýróp

 

AÐFERÐ:

Blandið öllu saman í matvinnsluvél nema döðlunum og agave og hrærið vel. Bætið síðan döðlunum saman við og hrærið. Að lokum er bætt við hunanginu/agave og hrært þar til deigið festist saman. 

Veltið uppúr kókosmjöli.

Geymist í kæli.

Döðlur:
-Ríkar af A vítamínum, B1 og E
-Frábærar fyrir meltinguna
-Góðar fyrir timburmenn
-Innihalda mikið af járni þannig þær   eru góðar fyrir blóðleysi
-Æðislegar fyrir hjartað

-Ríkar af magnesíum

Kasjúhnetur:
-Ríkar af magnesíum sem er  mikilvægt fyrir beinin
-Koma í veg fyrir gallsteina
-Auðugar af vítamínum líkt og  ríbóflavín, pantóþensýru, þíamín og   níasín sem koma í veg fyrir blóðleysi
-Stuðla að góðum nætursvefn
-Hjálpa líkama okkar að fullnýta járn   og útrýma sindurefnum (e. free   radicals)
-Vernda gegn UV geislum sólar  og   koma í veg fyrir hrörnun í  augnbotnum
bottom of page