RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Flensudrykkur
Þessi drykkur er frábær fyrir kvef og hálsbólgu, einnig gegn timburmönnum. Hvítlaukur hefur oft verið kallaður rússneskt pensilín þar sem þetta er sýklalyf náttúrunnar og getur hjálpað til við að meðhöndla veirusýkingar.
INNIHALD:
2 lítrar vatn
5-7 cm engiferrót, smátt skorin
4 hvítlauksgeirar, smátt skornir
safinn úr 2 sítrónum
1 tsk túrmerik
smá cayenne pipar
AÐFERÐ:
Setjið vatn, engiferrót, og hvítlauk í pott og hitið létt, ekki láta suðuna koma upp. Látið safann síðan í könnu og bætið restinni útí.
Njótið!
Engiferrót:
-Góð lækning fyrir ógleði, meltingartruflanir og lélegt blóðflæði
-Frábær fyrir brjóstsviða, uppþembu og óreglulegar hægðir
-Lækkar blóðþrýstinginn
-Ótrúlega bólgueyðandi
-Góð gegn hálsbólgu, kvefi, flensu og astma
-Frábær fyrir liðagigt og slitgigt
Sítróna:
-Styrkir ónæmiskerfið
-Hreinsar einnig magann og blóðið
-Rík af C vítamíni, B6, A og E vítamíni
-Hjálpar að koma í veg fyrir sykursýki og hægðatregðu
-Lækkar háan blóðþrýsting
-Minnkar líkur á heilablóðfalli
-Eykur járnupptöku