RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Grænblá smoothie skál
INNIHALD:
1 banani
1 avókadó
3 dl frosið mangó
1 tsk vanillu vegan prótein frá Plantforce
1 1/2 dl kókosmjólk
1 tsk blátt spirulina (bragðlaust-gefur fallega litinn)
AÐFERÐ:
Setjið allt saman í blandara og hrærið vel. Hægt er að setja hvað sem er á toppinn, ég notaði chia fræ og kókosmjöl. Einnig er hægt að drekka eins og smoothie ef bætt er við smá meiri vökva.
Munið að njóta! :)
Blátt spirulina:
-inniheldur mun meira magn af ensíminu phycocyanin en grænt spirulina.
-ensímið eflir taugakerfið gríðarlega í að takast á við streitu, bætir einbeitingu og eykur orku.
-Þetta magnaða bláa duft er unnið úr venjulegu spirulina
-blátt spirulina er alveg bragðlaust og hentar því oft betur en grænt spirulina í smoothie
Avókadó:
-Rík af hollri fitu
-Innihalda 20 mismunandi vítamín og steinefni
-Rík af C og K vítamíni
-Innihalda meira kalíum en bananar
-Geta lækkað kólesteról og þríglýseríð gildi
-Geta hjálpað við upptök og nýtni næringarefna
-Vernda sjónina
-Góð fyrir beinin