top of page
Hampmjólk
Þessi mjólk er ótrúlega næringarík, ég drekk hana eintóma til þess að fá góða orku og næra líkamann.

INNIHALD:
1 líter af vatni
2 msk hampfræ
1 msk lucuma duft 
Nokkrir dropar stevía (má sleppa)
1 msk lecithin (gerir mjólkina froðukennda)
1 tsk hveitigras eða klórella (má sleppa)

AÐFERÐ:
Blandið öllu saman í blandara og njótið. Einnig er hægt að sía mjólkina gegnum mjólkurpoka en það er óþarfi.

Njótið!

Hampfræ:
-Góð uppspretta próteins
-Innihalda 20 mismunandi  tegundir af amínósýrum og allar 9  af þeim lífsnauðsynlegu
-Hafa jöfn hlutföll milli omega 3 og  omega 6 fitusýra
-Rík af trefjum, E vítamíni, járni og  sinki
-Geta hjálpað að lækna sjúkdóma  af völdum ónæmiskerfisins

Klórella:
-Eykur orku og stuðlar að fitutapi
-Hreinsar eiturefni í líkamanum
-Stuðlar að heilsu hjartans
-Lækkar blóðþrýsting og   kólesteról 
-Eykur magn hvítra blóðkorna
-Kemur í veg fyrir magasár
-Góð uppspretta af magnesíum
-Fækkar astmaköstum 
-Notað fyrir vefjagigt

bottom of page