top of page

VILTU VERÐA HEILSUMARKÞJÁLFI?

INSTITUTE FOR INTEGRATIVE NUTRITION HEALTH COACH

VILTU LÆRA AÐ HJÁLPA ÖÐRUM AÐ LÍÐA SEM BEST? 
Ná stjórn á eigin líðan og aðstoða aðra við að finna jafnvægi á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu. 

Hefurðu heyrt um Institute for Integrative Nutrition Health Coach? í þessu námi lærir þú að vera heilsumarkþjálfi sem hjálpar öðrum að ná markmiðum sínum varðandi heilsu og lífsstíl. Sambandið milli matar og lífsstíls og hvernig hvor tveggja hefur gífurleg áhrif á heilsu er aðal áhersla heilsumarkþjálfa. 

Heilsumarkþjálfi leggur áherslu á næringu, hreyfingu, sambönd, starfsferil, andleg málefni og allt sem við kemur heilsu. Þessir þættir geta til dæmis haft áhrif á stress, orku, og þyngd.

 

Skólinn er staðsettur í New York en fer einungis fram á netinu. Ég mæli 100% með þessum skóla þar sem þetta er ævilöng fjárfesting fyrir sjálfa/n þig og þinn starfsferil. Námið tekur 1 ár og þú getur lært hvenær og hvar sem er. Þar lærir þú af helstu læknum og næringarfræðingum heims, þar á meðal Dr. Mark Hyman, Dr. Andrew Weil, Geneen Roth, Dr. David Katz, Dr. John Douillard, David Wolfe og fleiri. 

Institute for Integrative Nutrition er stærsti næringarskóli í heiminum í dag sem býður uppá heildræna nálgun að heilsu og vellíðan. Heilsumarkþjálfi finnur undirliggjandi ástæður fyrir ójafnvægi í líkama viðskiptavinarins á náttúrulegan hátt, án lyfja. T.d. orsök veikinda, streitu, svefnleysis, orkuleysis, meltingarvandamála og fleira. Hann hjálpar fólki að læra að hlusta á sinn eigin líkama.

IIN1 (1).jpg

Hér eru nokkur atriði sem þú munt læra: 
-Sjálfsofnæmissjúkdómar
-Blóðsykur og glúkósi 
-Meltingarkerfið og sjúkdómar
-Eiturefni
-Skjaldkirtilssjúkdómar
-Primary food
-Secondary food
-Erfðafræðileg áhrif á mataræði
-Efnaskipti líkamans
-Lífrænt vs. ólífrænt
-Skólamatur
-Tilfinningalegt át (e. emotional eating)
-Ofurfæði
-Matarfíkn
-Fjölbreytileiki einstaklinga varðandi mataræði og sjúkdóma

Ef þig langar að vita meira um námið þá geturðu haft samband við mig í gegnum netfangið annafells@uglan.is.
Þú getur fengið um 500 dollara í afslátt (um 61.000 kr, fer eftir gengi) ef þú skráir þig í skólann í gegnum mig.  Getur séð heimasíðu skólans hér

bottom of page