RÁÐGJÖF - NÆRING - HREYFING - LÍFSSTÍLL
Viltu breyta um lífsstíl, auka orku og líða vel í eigin líkama? Veldu þjónustu sem hentar þér best til að ná þínum markmiðum!
Jóga fyrir líkama og sál
Jóga hefur frábær áhrif á líkamann og getur hjálpað til við ýmis vandamál, bæði andleg og líkamleg. Jóga þýðir sameining eða heild og samanstendur af hugleiðslu, öndunaræfingum og jógastöðum, þar sem lært er að beita líkamanum í takt við öndun. Sameina líkama, hug og tilfinningar. Jógaæfingar krefjast bæði styrk, einbeitingar og liðleika.
Jóga hefur mjög góð áhrif á líkamann og getur dregið úr ýmsum líkamlegum kvillum, svo sem sársauka í mjóbaki, liðagigt, höfuðverk, lækkað blóðþrýsting og dregið úr svefnleysi. Einnig eykur það liðleika, vöðvastyrk, verndar líkamann gegn meiðslum, bætir öndun og orku. Jóga bætir líkamsstöðu þar sem slæm líkamsstaða getur valdið verkjum í baki, hálsi, öðrum vöðvum í líkamanum og liðum.
Hollur og góður vegan matur
Einfaldar uppskriftir sem allir geta prófað
Ég hef verið vegan síðan 2014 og vil deila með ykkur mínum uppáhalds vegan uppskriftum. Það þýðir að þær innihalda engar dýraafurðir, hvorki kjöt, egg, né mjólkurafurðir. Þær eru mjög hollar og fullkomnar fyrir þig ef þú vilt hollan mat sem er á sama tíma ótrúlega bragðgóður. Ef sætindaþörfin gerir vart við sig þá má einnig finna helling af uppskriftum sem slá á hana, t.d. sykurlausar kókoskúlur þar sem döðlur eru notaðar í staðinn fyrir sykur. Allar uppskriftirnar eru sykurlausar, innihalda ekkert hveiti, ger eða annan unnin mat. Örfáar uppskriftir innihalda þó náttúrulega sætu líkt og kókospálmasykur þar sem hann hækkar blóðsykurinn ekki eins mikið, en honum er alltaf hægt að sleppa.
Það fylgir því ótrúlegur ávinningur að fylgja hollu og góðu mataræði. Hollt mataræði eða mataræði sem hentar þínum líkama getur bætt líðan, bæði andlega og líkamlega, hjálpar einnig mikið til við þyngdarstjórnun. Það hjálpar til við bakflæði, útþaninn maga eða magaóþægindi. Einnig gott fyrir bjúg, höfuðverki, liðverki, þreytu, streitu, svefntruflanir og ristilvandamál.
HUGAÐU AÐ HEILSUNNI
Heilsan er öllum mikilvæg og gæti þegið mun meiri athygli hjá mörgum okkar. Við vitum flest hvað er hollt og gott fyrir líkama okkar en við högum okkur ekki alltaf í samræmi við það. Það getur verið erfitt að fara út úr þægindarammanum og byrja að hreyfa sig eða að finna nýja og holla uppskrift til að elda. Anna Lind getur aðstoðað þig við að byrja.
Anna Lind er heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Hún aðstoðar fólk við að ná góðri heilsu. Hún býður uppá persónulega ráðgjöf fyrir þá sem vilja öðlast heilbrigðan lífsstíl með hollu mataræði, hreyfingu og lífsstílsbreytingum. Einnig er hún menntaður einkaþjálfari og jógakennari.
Anna Lind hjálpar þér að læra að hlusta á eigin líkama þar sem allar matarvenjur eru mismunandi fyrir hvern einstakling fyrir sig og eru allir með sínar sérþarfir. Margt sem telst "hollt" hentar kannski ekki fyrir þinn líkama. Ef þú ert orkulaus, þjáist af magavandamálum eða bólgum í líkamanum, vilt léttast, losna undan streitu eða einfaldlega líða betur í eigin líkama þá er þetta fyrir þig!