top of page

NÝTT LÍF MEÐ HEILSUSAMLEGUM LÍFSSTÍL

Heilsuráðgjöf - Næring - Hreyfing

RÁÐGJÖF - NÆRING - HREYFING - LÍFSSTÍLL

Viltu breyta um lífsstíl, auka orku og líða vel í eigin líkama? Veldu þjónustu sem hentar þér best til að ná þínum markmiðum!

Jóga fyrir líkama og sál

Jóga hefur frábær áhrif á líkamann og getur hjálpað til við ýmis vandamál, bæði andleg og líkamleg. Jóga þýðir sameining eða heild og samanstendur af hugleiðslu, öndunaræfingum og jógastöðum, þar sem lært er að beita líkamanum í takt við öndun. Sameina líkama, hug og tilfinningar. Jógaæfingar krefjast bæði styrk, einbeitingar og liðleika. 

Jóga hefur mjög góð áhrif á líkamann og getur dregið úr ýmsum líkamlegum kvillum, svo sem sársauka í mjóbaki, liðagigt, höfuðverk, lækkað blóðþrýsting og dregið úr svefnleysi.  Einnig eykur það liðleika, vöðvastyrk, verndar líkamann  gegn meiðslum, bætir öndun og orku. Jóga bætir líkamsstöðu þar sem slæm líkamsstaða getur valdið verkjum í baki, hálsi, öðrum vöðvum í líkamanum og liðum. 

Home: Inner_about

Hollur og góður vegan matur

Einfaldar uppskriftir sem allir geta prófað

Ég hef verið vegan síðan 2014 og vil deila með ykkur mínum uppáhalds vegan uppskriftum. Það þýðir að þær innihalda engar dýraafurðir, hvorki kjöt, egg, né mjólkurafurðir.  Þær eru mjög hollar og fullkomnar fyrir þig ef þú vilt hollan mat sem er á sama tíma ótrúlega bragðgóður. Ef sætindaþörfin gerir vart við sig þá má einnig finna helling af uppskriftum sem slá á hana, t.d. sykurlausar kókoskúlur þar sem döðlur eru  notaðar í staðinn fyrir sykur. Allar uppskriftirnar eru sykurlausar, innihalda ekkert hveiti, ger eða annan unnin mat. Örfáar uppskriftir innihalda þó náttúrulega sætu líkt og kókospálmasykur þar sem hann hækkar blóðsykurinn ekki eins mikið, en honum er alltaf hægt að sleppa.

Það fylgir því ótrúlegur ávinningur að fylgja hollu og góðu mataræði. Hollt mataræði eða mataræði sem hentar þínum líkama getur bætt líðan, bæði andlega og líkamlega, hjálpar einnig mikið til við þyngdarstjórnun. Það hjálpar til við bakflæði, útþaninn maga eða magaóþægindi. Einnig gott fyrir bjúg, höfuðverki, liðverki, þreytu, streitu, svefntruflanir og ristilvandamál.

HUGAÐU AÐ HEILSUNNI

Heilsan er öllum mikilvæg og gæti þegið mun meiri athygli hjá mörgum okkar. Við vitum flest hvað er hollt og gott fyrir líkama okkar en við högum okkur ekki alltaf í samræmi við það. Það getur verið erfitt að fara út úr þægindarammanum og byrja að hreyfa sig eða að finna nýja og holla uppskrift til að elda. Anna Lind getur aðstoðað þig við að byrja.

Anna Lind er heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Hún aðstoðar fólk við að ná góðri heilsu. Hún býður uppá persónulega ráðgjöf fyrir þá sem vilja öðlast heilbrigðan lífsstíl með hollu mataræði, hreyfingu og lífsstílsbreytingum. Einnig er hún menntaður einkaþjálfari og jógakennari.  

Anna Lind hjálpar þér að læra að hlusta á eigin líkama þar sem allar matarvenjur eru mismunandi fyrir hvern einstakling fyrir sig og eru allir með sínar sérþarfir. Margt sem telst "hollt" hentar kannski ekki fyrir þinn líkama. Ef þú ert orkulaus, þjáist af magavandamálum eða bólgum í líkamanum, vilt léttast, losna undan streitu eða einfaldlega líða betur í eigin líkama þá er þetta fyrir þig!

 

Home: Welcome
Home: Homepage_about
Orkustöðvar-chakras

Orkustöð eða chakra þýðir hjól sem snýst og er átt við hjól af orku sem myndar hringiðu í gegnum líkamann. Aðal orkustöðvarnar eru 7 talsins og liggja þær meðfram hryggnum, byrja að botni hryggsins og leiða til kórónu höfuðsins. Orkustöðvarnar safna orku sem kallast lífsorka eða Prana, umbreyta henni og dreifa um líkama okkar. Sú orka heldur okkur heilbrigðum og lifandi.

Flæði orkunnar í gegnum orkustöðvar einstaklingsins ákvarðar heilsuástand hans og jafnvægi. Allir hugleiðslu- og jógatímar leitast við að koma orkustöðvunum í  jafnvægi, hreinsað er neðri orkuna og leitt hana upp í átt að hærri orkustöðvunum. 

Orkustöðvarnar liggja á þremur miðlægum orkubrautum. Shushumna Nadi liggur í miðjunni og leiðir okkur að hærri vitund. Ida Nadi liggur á vinstri hluta líkamans, kvenorkan, og helst í hendur við tilfinningar okkar og þrár í fortíðinni, þar er "superego" sem heldur í allar okkar minningar, vana og allt sem mótar okkur. Pingala Nadi liggur á hægri hluta líkamans, karlorkan, og helst í hendur við okkar plön og áætlanir. Þar er "ego" sem gefur okkur tilfinningu um "égið" eða að við séum  aðskilin frá heiminum.

Stífluð orka í einhverri af orkustöðvunum okkar getur oft leitt til veikinda og því er mikilvægt að skilja hverja orkustöð fyrir sig og hvað við getum gert til þess að halda orkunni flæðandi.

Matarsamblöndun - (e.  food combining)

Ertu oft með útþaninn maga eða þjáist af uppþembu? Það gæti værið afleiðing lélegrar samsetningu matar (e. bad food combining).
Ef þú upplifir oft orkuleysi, uppþembu, magaverki eða þreytu, þá gætu eftirfarandi upplýsingar hentað þér.

Það getur verið mjög erfitt fyrir meltinguna að blanda saman ákveðnum mat sem ætti ekki að vera blandaður saman. Slæm matarsamblöndun getur valdið ýmsum heilsuvandamálum, líkt og brjóstsviða, miklum vindgangi, magaverkjum, meltingarvandamálum og einnig getur það leitt til næringarskorts vegna lélegrar meltingar. 

Ákveðnir flokkar matar meltast í mismunandi umhverfi. Til dæmis meltist próteinríkur matur í súru umhverfi á meðan sterkjur, t.d. kartöflusterkja, meltast í basísku umhverfi. Ef við borðum prótein og sterkju í sömu máltíð þá skerðist meltingin, það er vegna þess að tveir meltingarmiðlar sem framleiddir eru af líkamanum jafna hvor annan út. Ef líkami okkar er ófær um að melta matinn sem við borðum þá munu bakteríur gera vart við sig, gerjast og rotna þar.

 

Home: Service
Hvað veldur bólgum í líkamanum?

Langvarandi bólgur í líkamanum eru grunnorsök eða uppspretta nánast allra krónískra sjúkdóma. Bólgur eru lífsnauðsynlegar en ef þær verða of miklar eða krónískar þá fara þær að hafa slæm áhrif á líkamann, valda vöðvabólgum, hausverk, sjúkdómum og jafnvel krabbameinum.

Bólgur eru hluti af ónæmissvörun líkamans, þær eru fyrstu viðbrögð líkamans við áras. Þær myndast til dæmis þegar við fáum beinbrot, bakteríur, vírus, eða sjúkdóma. Sem varnarviðbragð myndar ónæmiskerfið bólgur í líkamanum sem eru til staðar þangað til líkaminn heilast.  

Langvarandi bólgur í líkamanum hafa hins vegar alltaf slæm áhrif á líkamann og geta valdið ýmsum heilsufarskvillum (1).

FÆÐA SEM VELDUR BÓLGUM Í LÍKAMANUM:

 

Sykur: 
Viðbættur sykur veldur bólgum í líkamanum og ýmsum heilsufarsvandamálum, líkt og sykursýki 2, offitu, súrum líkama, liðagigt, hjartaveiki, nýrnabilun, lifrabilun, veikara ónæmiskerfi og svo mætti lengi telja.

FYLGSTU MEÐ Á INSTAGRAM ...
  • Facebook Social Icon
  • Instagram Social Icon
Home: Quote
Home: Testimonial
Home: Contact
bottom of page