top of page

RÁÐGJÖF - JÓGA - HOLLUR LÍFSSTÍLL
RÁÐGJÖF - NÆRING - HREYFING - LÍFSSTÍLL
Viltu breyta um lífsstíl, auka orku og líða vel í eigin líkama? Veldu þjónustu sem hentar þér best til að ná þínum markmiðum!
Jóga fyrir líkama og sál
Jóga hefur frábær áhrif á líkamann og getur hjálpað til við ýmis vandamál, bæði andleg og líkamleg. Jóga þýðir sameining eða heild og samanstendur af hugleiðslu, öndunaræfingum og jógastöðum, þar sem lært er að beita líkamanum í takt við öndun. Sameina líkama, hug og tilfinningar. Jógaæfingar krefjast bæði styrk, einbeitingar og liðleika.
Jóga hefur mjög góð áhrif á líkamann og getur dregið úr ýmsum líkamlegum kvillum, svo sem sársauka í mjóbaki, liðagigt, höfuðverk, lækkað blóðþrýsting og dregið úr svefnleysi. Einnig eykur það liðleika, vöðvastyrk, verndar líkamann gegn meiðslum, bætir öndun og orku. Jóga bætir líkamsstöðu þar sem slæm líkamsstaða getur valdið verkjum í baki, hálsi, öðrum vöðvum í líkamanum og liðum.








Home: Inner_about