RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Hugleiðsla
Í daglegu lífi þjást margir af streitu og er hún mun algengari og alvarlegri en fólk gerir sér grein fyrir. Fólk upplifir oft tímaleysi og gleymir stundum að hugsa um sjálfa/n sig, það er aldrei nægur tími. Streita og yfirvinna getur valdið þunglyndi, óþolinmæði, ergju og haft slæm áhrif á heilsu okkar. Við höfum ekki einu sinni tíma til að setjast niður í 15 mínútur og hugleiða. En hugleiðsla skapar í raun meiri tíma í lífi okkar þar sem hugurinn róast og verður einbeittari. Einungis 10 eða 15 mínútna öndunaræfing eða hugleiðsla getur hjálpað þér að losna við streitu og finna frið og jafnvægi í lífinu.
Hugleiðsla getur einnig hjálpað þér að skilja þinn eigin hug. Þú getur lært að umbreyta neikvæðri hugsun í jákvæða, umbreyta steitu í frið og þunglyndi í hamingju.