top of page
Brownie

INNIHALD:
1/4  bolli sesamsmjör (e. tahini)
1/4 bolli brúnt möndlusmjör
1/2 bolli rice mjólk

150 g þurrkaðar döðlur
1 tsk hreint vanilluduft 
1 msk kókosolía, brædd
2/3 bolli kókospálmasykur

1 1/2 bolli haframjöl

1/2 bolli hreint kakóduft

smá sjávarsalt

1/2 bolli kasjúhnetur

AÐFERÐ:

Hitið ofnin í 175°C á blástur.

Hrærið saman sesamsmjöri, möndlusmjöri, rice mjólk, vanilludufti, kókosolíu, sjávarsalti og kókospálmasykri í hrærivél. 

Myljið haframjölið og setjið það í skál ásamt kakóduftinu. Bætið því síðan í hrærivélina og blandið vel.

Skerið döðlur og kasjúhneturnar og bætið þeim hægt og rólega í hrærivélina. 

Setjið bökunarpappír í kökuform, 12x14,5 cm, og bakið í um það bil 20 mínútur.

Njótið!

Sesamsmjör:

-Ríkt af góðri fitu og amínósýrum

-Hjálpar til að koma í veg fyrir skort á   rauðum blóðkornum, járnskort og   þreytu

-Getur komið í veg fyrir hjarta- og  æðasjúkdóma

-Ríkt af B vítamíni, magnesíum og  járni

-Frábært fyrir hjartað

-Inniheldur mikið lignan sem getur  hjálpað til að jafna blóðþrýsting

-Jafnar hormón

-Frábært fyrir húðina

-Bætir upptöku næringarefna

Kakóduft

-Inniheldur PEA eða fenetýlamín sem   kemur af stað losun endorfíns og   annarra gleðiefna í líkamanum

-Eykur serótónín í heilanum

-Kemur jafnvægi á skapsveiflur

-Verndar hjartað og kemur í veg fyrir   hjarta- og æðasjúkdóma

-Hjálpar að draga úr slæmu  kólesteróli

-Veitir mikla orku og berst gegn  þreytu

-Styrkleiki magnesíums í kakódufti er   einn af þeim hæstu sem fyrirfinnst í   náttúrulegri fæðu á Jörðinni

-Lækkar blóðþrýstinginn

bottom of page