top of page
Hollar gulrótarmúffur

INNIHALD:
Múffur:

1 bolli kókosmjöl
1 bolli möndlumjöl
2 tsk kanill
1 tsk kardimommur
2 msk chiafræ + 6 msk vatn 
Döðlumauk (16 döðlur + 1 bolli volgt vatn)
1 dl brúnt möndlusmjör
2 msk rice milk
1 bolli gulrætur, smátt skornar
Smá sjávarsalt

Krem (smá sleppa):
2 dl kókosmjólk frá COOP
2 msk kókospálmasykur
1 tsk kanill
4 msk kókosolía
1 msk möndlusmjör
Smá sjávarsalt

AÐFERÐ:

Múffur:
Kveikið á ofninum í 175°C.
Setjið chiafræ og vatn saman í skál og inn í ískáp í sirka 10 mín. 
Blandið kókosmjöli, möndlumjöli, kanil, kardimommom og sjávarsalti saman í stórri skál. 

Setjið 1 bolla volgt vatn, döðlur og möndlusmjör í matvinnsluvél og blandið vel saman. 
Skerir gulræturnar mjög smátt.
Bætið döðlumaukinu, gulrótunum og chiafræjunum saman við þurrefnið í skálinni. Bætið síðan við rice milk.

Setjið deigið í múffuform og inn í ofn í 60 mínútur. 

Krem:
Bræðið kókosolíuna undir vatnsbaði. Blandið síðan öllu saman í skál þar til góðri áferð er náð. Best er að nota kókosmjólk frá COOP sem hefur verið í ískáp í nokkrar klukkustundir til þess að hún sé stíf. 

Njótið!

Döðlur:
-Ríkar af A vítamínum, B1 og E
-Frábærar fyrir meltinguna
-Góðar fyrir timburmenn
-Innihalda mikið af járni þannig   þær eru góðar fyrir blóðleysi
-Æðislegar fyrir hjartað
-Ríkar af magnesíum

Gulrætur:
-Rík uppspretta af kalíum sem talið  er auka blóðflæðið 
-Innihalda mikið af sótthreinsandi  efnum
-Bæta sjónina
-Að borða gulrót daglega dregur úr  líkum á heilablóðflæði um 68%
-Innihalda mikið af beta-karótíni  sem hjálpar að draga úr líkum  á ýmsum krabbameinum
-Koma reglu á blóðsykurinn þar  sem þær innihalda mikið af  karótenóíða
-Auka hárvöxt og þykkja hárið 
-Bæta ónæmiskerfið

bottom of page