top of page
Hafrakökur
Veitir 25-30 stykki

INNIHALD:
5 döðlur, kjarnahreinsaðar

2 1/4 dl glútenlaust haframjöl

1/2 bolli kasjúhnetur

1 1/2 msk kókosolía, brædd

1 msk mulin chia fræ            

1 1/2 msk vatn

1 msk agave sýróp

2 msk kókospálmasykur 

1 tsk kanill

1 tsk engifer

1 tsk negull

1/2 tsk sjávarsalt

 

AÐFERÐ:

Setjið haframjöl, kókospálmasykur, kanil, engifer, negul og sjávarsalt í matvinnsluvél og blandið vel saman.

Myljið chia fræjin og blandið þeim saman við vatn í annarri skál.

Bræðið kókosolíu yfir vatnsbaði.

Bætið chia fræjunum, döðlunum og bræddu kókosolíunni útí matvinnsluvélina og blandið vel saman.

Blandið síðan agave saman við og hrærið þar til deigið festist saman.

Skiptið í litla búta og þurrkið í þurrkofni á 42°C í nokkrar klukkustundir.

Þið getið einnig sett kökurnar í ofninn á 175°C í 17-20 mínútur (ekki hráfæði).

Hafrar:
-Innihalda meira prótein en
 flestar kornvörur
-Geta bætt blóðsykurinn
-Innihalda mikið magn af Beta-  Glúkani, tegund af  auðleysanlegum trefjum sem  eykur vöxt góðra baktería í  meltingarveginum
-Hafa lengi verið notaðir til að  meðhöndla þurra húð og kláða
-Draga úr líkum á astma í
 bernsku og sykursýki 2
-Innihalda lignan sem verndar  gegn hjartasjúmdómum og  krabbameini

Chia fræ:
-Góð uppspretta próteins
-Þau innihalda boron,  það hjálpar líkamanum við upptöku   k
alks
-Rík af omega 3 og omega 6  fitusýrum 

-Stútfull af auðleysanlegum trefjum 
-Góð fyrir hjartað
-Auka orku og styrkja beinin
-Góð vörn gegn  brjóstakrabbameini og  leghálskrabbameini
-Rík af kalki, fosfóri, A
 vítamínum og   sinki 

bottom of page