top of page

Af hverju hráfæði?


Hráfæði er fæða sem er lifandi og hefur ekki verið hituð yfir 42° C. Við borðum lifandi fæðu til þess að vera uppfull af lífsorku og vera heilbrigð. Aftur á móti er eldaður matur að sjálfsögðu ekki óhollur og getur í raun verið auðveldari í meltingu heldur en hrár, til dæmis rótargrænmeti. Hráfæði er hins vegar almennt þekkt fyrir að vera mjög gott fyrir meltinguna og hefur það hjálpað mörgum að fást við meltingartruflanir og jafnvel hjálpað þeim að lækna ýmsa meltingarsjúkdóma.

 

Þegar hitað er matinn þá eyðileggjast ensímin í matnum, sem hjálpa okkur við að melta matinn, ásamt ýmsum vítamínum. Hráfæði getur virkilega breytt lífi fólks og það hefur hjálpað fjölda fólks að berjast við krabbamein og aðra sjúkdóma. Krabbameinsfrumur lifa best í súru umhverfi og hráfæði snýst að mestu leyti um að borða basískan mat og forðast þann mat sem gerir líkamann súran. Líkaminn okkar verður súr þegar við borðum eða drekkum mikið af kjöti, mjólkurafurðum, fiski, sykri, áfengi eða allan unninn mat. Matur sem gerir líkama okkar súran getur haft slæm áhrif á bein og vöðva, einnig valdið lifra- eða hjartasjúkdómum. Við ættum að gera okkar allra besta til þess að fara vel með líkama okkar og gefa honum bestu næringu sem völ er á.

"Eating well is a form of self-love".

Nauðsynjar á hráfæði

 

Á þessum lífsstíl verðið þið að vera viss um að þið séuð að fá öll þau vítamín og næringarefni sem líkaminn þarf. Í ykkar daglega lífi getið þið fengið prótein úr fræjum, hnetum eða grænu laufguðu grænmeti (e. leafy greens). Einnig er mikilvægt að fá svokallaða ofurfæðu
(e. superfoods) líkt og spirulína, klórella, hveitigras og fleira, því það inniheldur svo mikið af lífsnauðsynlegu joði. Ein teskeið á dag út í drykk er nóg, einnig er hægt að taka það í töfluformi.

 

Ekki má gleyma sjávarþangi, líkt og söl, þara og kelp, sem er góð uppspretta af joði, kalki, járni og fleiri vítamínum.

 

Einnig mikilvægt að fá nóg af grænmeti, sérstaklega grænu laufguðu grænmeti. Það hjálpar ykkur að mæta vítamínþörfun ykkar, til dæmis kalki, B5 vítamíni, K vítamíni, próteini og fleira.

Fólk sem borðar ekki egg þarf að fá náttúrulegt efnasamband sem finnst í þeim og nefnist lesitín. Hægt er að kaupa sojalesitín og sólblóma lesitín í duftformi og er það nánast bragðlaust. Ég elska að bæta lesitíni út í smoothie, chia grauta og allt sem mér dettur í hug til þess að gera það froðukenndara og þykkara.

Nauðsynlegt er að fá rétt hlutfall af omega 3, 6 og 9 fitusýrum. Til dæmis þegar þið útbúið uppskriftir sem innihalda olíur er lang best að nota 50% olífuolíu og 50% hörfræolíu. Þegar þið fáið báðar þessar olíur í sömu máltíð eruð þið að fá rétt hlutfall af omega 3, 6, og 9 fitusýrum.

 

Gætið þess einnig að fá allar þrjár tegundirnar af omega 3 fitusýrum, ALA, EPA og DHA. Það er auðvelt að fá nóg af ALA á hráfæði en sávarþang og smáþörungar eru eina uppsprettan úr jurtaríkinu sem innihalda EPA og DHA, sérstaklega blá-grænir smáþörungar.

Annar mikilvægur punktur er að drekka nægan vökva, þar á meðal heimagerða jurtamjólk, grænmetissafa, kókosvatn, jurtate, kombucha og nóg af hreinu vatni.

  • Prótein - hnetur, fræ eða laufgað grænmeti

  • Ofurfæða - spirulína, klórella, blá-grænir smáþörungar eða hveitigras

  • Sjávarþang - söl, kelp eða nori

  • Grænmeti - laufgað grænmeti

  • Lesitín

  • Rétt hlutfall af omega 3, 6, og 9 fitusýrum

  • Omega 3 fitusýrur, EPA and DHA - smáþörungar

  • Drekkið nægan vökva - vatn, jurtamjólk, grænir drykkir, kókosvatn eða jurtate

bottom of page