top of page
Kanilsnúðar

INNIHALD:

Deig:
Sirka 1 bolli möndluhrat (hratið frá heimagerðri möndlumjólk, sjá hér)
2/3 bolli haframjöl
½ bolli mulin hörfræ
2/3 bolli bókhveiti
1 tsk vanilluduft
16 döðlur
50 ml ólífuolía
25 ml vatn
smá sjávarsalt

Fylling:                
17 döðlur
1 bolli rúsínur
1 msk kanill
1 msk kakóduft
25 ml vatn
2 msk kókospálmasykur (má sleppa)
smá sjávarsalt

AÐFERÐ:

Hitið ofninn í 130°C, blástur.

Deig:

Leggjið döðlurnar í bleyti í nokkrar mínútur. Blandið saman haframjöli, bókhveiti, vanilludufti og mulnum hörfræjum í matvinnsluvél. Bætið síðan möndluhratinu og döðlunum saman við
og hrærið í dálitla stund. Setjið í skál.

Fylling:

Blandið saman, kakódufti, kanil, sjávarsalti og kókospálmasykri í matvinnsluvél og hrærið vel. Bætið síðan restinni saman við og hrærið.

Bakið snúðana í 20 mín á 130°C á blæstri. Einnig er hægt að setja snúðana í þurrkofn í 9 klst. á 42°C.

Njótið!

Möndlur:

-Stuðla að heilbrigðri starfsemi  heilans 
-Góð uppspretta E vítamíns og  andoxunarefna
-Koma í veg fyrir sykursýki
-Hjálpa við meltingu og hreinsun   líkamans 
-Stuðla að heilbrigðum  bakteríuvexti í þarmaflórunni 
-Viðhalda sterkum beinum og  tönnum
-Hjálpar til að viðhalda góðu  rakastigi í húðinni 

Kanill:

-Stútfullur af andoxunarefnum

-Minnkar magn glúkósa sem        fer í blóðið

-Góður gegn sykursýki
-Hefur góð áhrif á taugasjúkdóma
-Hjálpar að koma í veg fyrir  tannskemmdir og dregur úr  andfýlu
-Góður gegn bakteríu- og  sveppasýkingum 

bottom of page