top of page
Jóga kríur

Jihvamula Dhauti - tunguhreinsun:

Hreinsun tungunnar með tungusköfu er áhrifarík leið til að losna við sýkla.  Tungan safnar úrgangsefnum yfir nóttina og er því gott að skafa tunguna í byrjun dags fyrir morgunmat. Tunguskafan hjálpar einnig til að fjarlægja skán af tungunni sem leiðir til andfýlu og eykur bragðskynið. Jihvamula Dhauti hreinsar magastöðina og fjarlægir umfram magn af "kapha" úr líkamanum. (1)

Dantamula Dhauti - tannhreinsun:

Fjarlægja óhreinindi með því að nudda tennurnar, tannræturnar og góminn með sjávarsalti, líkt og gert er með tannbursta. Það hjálpar til að viðhalda góðri tannheilsu, gerir tennurnar sterkar og heilbrigðar, hreinsar sýkla og óhreinindi úr munninum og gerir hann ferskari. (2)

Jala Neti - nefhreinsun:

Hreinsað nefið með því að hella volgu vatni í sérstakan Neti Pot, fæst í Jurtaapótekinu, og blanda saman við teskeið af sjávarsalti. Síðan er hellt vatninu í gegnum eina nösina þannig að það fari út um hina nösina og svo endurtekið hinu megin. Saltið í vatninu hreinsar nefið og nefholurnar mjög vel. Þessi aðferð hefur róandi áhrif á heilann og hjálpar því við hausverk, mígreni, þunglyndi og streitu. Minnkar einnig hrotur í svefni til muna. Hjálpar til við ennisholubólgu, ofnæmi, háan hita, kvef og astma án þess að nota lyf. Ef þú ert alltaf kvef-uð/aður án þess að vera veikur eða með háan hita þá er þetta tilvalið fyrir þig. (3)

Trataka - candle gazing:

Sittu í hugleiðslustöðu fyrir framan kerti. Kertið er í armsfjarlægð frá þér og í augnhæð. Horfðu í efsta hluta kertalogans án þess að blikka. Blikkaðu þegar þörfin kemur og ef myndin af loganum birtist, með lokuð augun, einbeittu þér þá að henni. 
Endurtaktu þrisvar sinnum.
Byrjaðu á því að horfa á logann í um 10-15 sekúndur og eftir mikla æfingu lengist tíminn í um 1 mínútu, þá er einbeitt sér að loganum með lokuð augun í 4 mínútur.
Þessi aðferð hreinsar augun, styrkir augnvöðvana og bætir sjón og minni. Hjálpar einnig til við svefnvandamálum. Bætir einbeitingu, innsæi og viljastyrk.
(4)
 

1. Heimild
2. Heimild

3. Heimild

4. Heimild

bottom of page