Anna Lind Fells
Anna Lind Fells er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine. Þessi fræði leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er hún heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ásamt því hefur hún lokið námi í einkaþjálfun, hreyfifærni og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi. Anna Lind kennir hot yoga í Reebok fitness ásamt því að halda sín eigin jóganámskeið.
Anna Lind Fells er eigandi fyrirtækisins Líkami og Heilsa ehf og hefur haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Hún býður uppá heilsuráðgjöf í Skeifunni 19 og heldur úti heimasíðunni likamiogheilsa.is þar sem hún deilir ýmsum uppskriftum, heilsuráðum og þjónustum.
Menntun og námskeið:
-
2019-2020 - Anusara 200 klst Jógakennaranám hjá Shree Yoga
-
2019 ... - Nám í Applied Functional Medicine hjá SAFM
-
2019 - 2020 Integrated Movement Science - Exercise Coach hjá Paul Chek Institute
-
2019 -2020 Yin Yoga Teacher Training - 30 klst
-
2018 - 2019 Heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, frá Institute of integrative nutrition í New York
-
2018 Hatha jógakennari frá Samma Karuna jógakennaraskóla í Tælandi 200 klst
-
2017 Nám í einkaþjálfun hjá einkaþjálfaraskóla World Class