top of page
Karamellu- og súkkulaðikaka

INNIHALD:

Súkkulaðibotn:
1 1/2 bolli kasjúhnetur
1 bolli pekanhnetur
20 döðlur (lagðar í bleyti í 10 mín og kjarnahreinsaðar)
2 msk lífrænt kakóduft
2 msk kókospálmasykur
1 tsk lífrænt vanilluduft
1/2 tsk sjávarsalt

Karamellukrem:
17 döðlur (lagðar í bleyti, afhýddarog kjarnahreinsaðar)
1/3 bolli kaldpressuð kókosolía

2/3 bolli agave sýróp + 3 msk
3 msk brúnt möndlusmjör
3 msk lucuma duft
1 tsk kanill
3 dropar medicine flower caramel drops (má sleppa)
1/2 tsk sjávarsalt

AÐFERÐ:
Súkkulaðibotn: 
Leggjið döðlurnar í bleyti í 10 mínútur.
Blandið öllu saman í matvinnsluvél nema döðlunum.
Þegar þið eruð búin að hræra vel bætið þá döðlunum í matvinnsluvélina og blandið vel saman.
Þegar botninn er tilbúinn setjið hann þá í kökuform og inn í frysti.

Karamellukrem:
Kjarnahreinsið döðlurnar og leggið þær í bleyti í um það bil 10 mínútur, afhýðiðþær síðan þegar 10 mínútur eru liðnar.
Setjið allt innihaldsefnið í skál, nema döðlurnar, og hitið yfir vatnsbaði, bræðið vel. 
Blandið afhýddu döðlunum vel saman í matvinnsluvél og bætið síðan sósunni úr skálinni saman við og hrærið með döðlunum.
Setjið kremið á kökuna þegar það er tilbúið og kökuna beint inn í frysti.
Hægt er að skreyta hana með heimatilbúnu súkkulaðikremi.

Döðlur:
-Ríkar af A vítamínum, B1 og E
-Frábærar fyrir meltinguna
-Góðar fyrir timburmenn
-Innihalda mikið af járni þannig þær   eru góðar fyrir blóðleysi
-Æðislegar fyrir hjartað
-Ríkar af magnesíum

Kasjúhnetur:

-Ríkar af magnesíum sem er  mikilvægt fyrir beinin
-Koma í veg fyrir gallsteina
-Auðugar af vítamínum líkt og  ríbóflavín, pantóþensýru, þíamín og   níasín sem koma í veg fyrir blóðleysi
-Stuðla að góðum nætursvefn
-Hjálpa líkama okkar að  fullnýta járn   og útrýma sindurefnum (e. free radicals)
-Vernda gegn UV geislum sólar  og koma í veg fyrir hrörnun í  augnbotnum
bottom of page