top of page
Karamellukaka

INNIHALD:
Botn:
17 döðlur (lagðar í bleyti í 10 mín. og kjarnahreinsaðar
1 bolli rúsínur
1 1/2 bolli kasjúhnetur
1/2 msk kókospálmasykur 
1 tsk lífrænt vanilluduft

Karamellukrem:
1 1/2 bolli afhýddar döðlur (lagðar í bleyti og kjarnahreinsaðar
1/4 bolli brúnt möndlusmjör
1 tsk lífrænt vanilluduft
1/4 bolli vatn

 

AÐFERÐ:
Botn: 

Blandið saman kasjúhnetum, vanilludufti og kókossykri í matvinnsluvél.
Bætið síðan döðlunum og rúsínunum saman við og hrærið vel. Þegar botninn er tilbúinn setjið þá kökuna í kökuform og inn í frysti.


Karamellukrem: 
Afhýðið döðlurnar og blandið öllum innihaldsefnunum saman í matvinnsluvél.
Setjið kremið á kökuna þegar það er tilbúið og kökuna beint inn í frysti.

Njótið :) 

Rúsínur:
-Góðar fyrir blóðleysi
-Hjálpa meltingunni
-Hjálpa að koma í veg fyrir  nýrnasteina og hjartasjúkdóma
-Innihalda mikið magn af járni og   flóknum B vítamínum 
-Minnka líkurnar á kvefi og drepa   bakteríur
-Innihalda amínósýru að nafni  Arginine sem eykur kynhvöt
-Viðhalda góðri sjón
-Ríkar af kalki
-Flýta fyrir störfum lifrarinnar til að   hreinsa líkamann


Döðlur:
-Ríkar af A vítamínum, B1 og E
-Frábærar fyrir meltinguna
-Góðar fyrir timburmenn
-Innihalda mikið af járni þannig þær   eru góðar fyrir blóðleysi
-Æðislegar fyrir hjartað
-Ríkar af magnesíum

bottom of page