RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Karrý dal
INNIHALD:
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
1/3-1/2 chilli
1 cm engiferrót
1 1/2-2 sætar kartöflur (skornar í tenginga)
1 msk karrýduft
1 1/2 tsk garam masala krydd
1/2 tsk túrmerik
1 ferna oatly vegan hafrarjómi (250 ml)
3 bollar vatn
1 1/2 bolli rauðar linsubaunir
1 dós vegan vanillujógúrt frá Nush (120g)
1 búnt kál
Sjávarsalt og svartur pipar
1 msk grænmetiskraftur frá Sollu
AÐFERÐ:
Ef þið viljið hýðishrísgrjón þá er gott að byrja á því að sjóða þau í sér potti.
Mýkjið laukinn, (bætið við vatni, 1-2 msk í einu). Bætið hvítlauknum við í sirka 1 mínútu. Bætið við chilli og mýkjið í 2 mínútur til viðbótar. Eftir það setjiði engiferinn, karrýduftið, garam masala og túrmerikið saman við á pönnuna. Hrærið saman og eldið í sirka 2 mínútur. Bætið við vatninu, sætu kartöflunum, oatly hafrarjóma, grænmetiskraftinum og linsubaunum saman við. Sjóðið í sirka 20 mínútur.
Þegar baunirnar eru tilbúnar og vökvinn hefur minnkað, bætið þá jógúrtinu saman við ásamt límónuvökvanum og kálinu og eldið þar til kálið er byrjað að linast. Bætið við sjávarsalti og pipar.
Njóttu!