RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Karrý kínóa salat
INNIHALD:
Bakað grænmeti:
1 blómkálshaus
8 sveppir
1 dós kjúklingabaunir
2 msk tamarisósa
hvítlaukssalt
2 msk italian seasoning
svartur pipar
Karrý kínóa:
1 bolli kínóa
1 msk karrýduft
1/6 púrrulaukur
1 rauður laukur
2 hvítlauksgeirar
1 msk kókosolía
2 bollar vatn
Salat:
kúrbítur, spiralized
2 handfylli spínat
AÐFERÐ:
Bakað grænmeti:
Stillið ofninn á 180°C á undir og yfir hita.
Skerið blómkálið og sveppina í litla bita og setjið í skál ásamt kjúklingabaununum. Bætið síðan tamari, hvítlaukssalti, italian seasoning og svörtum pipar saman við og hrærið öllu vel saman.
Setjið allt saman á plötu og inn í ofn í 20 mínútur.
Karrý kínóa:
Mýkjið rauðlaukinn, púrrulaukinn og hvítlaukinn í potti með kókosolíu. Bætið síðan karrýduftinu, kínóanu og vatninu í pottinn og eldið í 20 mínútur.
Þegar kínóað og bakaða grænmetið er tilbúið þá er það sett í stóra skál ásamt spínatinu og kúrbítsnúðlunum.
Njótið!
Kínóa:
-Eitt af próteinríkustu fæðu sem hægt er að fá
-Inniheldur næstum því tvöfalt meira af trefjum en flestar aðrar kornvörur
-Inniheldur B2 sem bætir efnaskipti heilans og í vöðvafrumum
-Er með lágan sykurstuðul sem er gott til þess að jafna blóðsykurinn
-Ríkt af mikilvægum steinefnum líkt og járni og magnesíum
-Stútfullt af andoxunarefnum
-Ríkt af B vítamínum, kalsíum og kalíum
Kúrbítur:
-Stútfullur af magnesíum og C vítamíni
-Besta uppsprettan af trefjum
-Hjálpar að koma í veg fyrir hjartaáföll og æðakölkun
-Verndar gegn sýkingum og sjúkdómum
-Bætir sjónina
-Vinnur gegn astma
-Styrkir tennur og bein