top of page
Kínóa pottréttur
Uppskriftin dugar fyrir um það bil 4
 

INNIHALD:

1 bolli kínóa
1/2 sæt kartafla

1 rauð paprika

1 blaðlaukur

1 rauðlaukur

400 g lentil green (eða aðrar baunir)

1 blómkálshaus

1-4 gulrætur

1/3-1/2 chilli

1 bolli vatn

4 hvítlauksgeirar eða hvítlauksduft

400 ml kókosmjólk í dós

700 g Arrabbiata pasta sauce sem fæst í Nettó (eða tomato passata)

1 tsk cumin

1 msk oreganó

Herbamare grænmetiskrydd

sjávarsalt og svartur pipar

AÐFERÐ:

Skerið niður gulrætur, sæta kartöflu, rauðlauk, hvítlauk, chilli, rauða papriku, blaðlauk og blómkál og setjið í stóran pott.

Bætið restinni út í pottinn og sjóðið í um það bil 20 mínútur eða þangað til pottrétturinn er orðinn þykkur.

Ef þið notið forsoðnar baunir í dós þá bætið þið þeim við í lokinn og hrærið.

Njótið!

Kínóa:

-Eitt af próteinríkustu fæðu sem  hægt er að fá

-Inniheldur næstum því tvöfalt  meira af trefjum en flestar aðrar  kornvörur

-Inniheldur B2 sem bætir  efnaskipti heilans og í  vöðvafrumum

-Er með lágan sykurstuðul sem er  gott til þess að jafna blóðsykurinn

-Ríkt af mikilvægum steinefnum  líkt og járni og magnesíum

-Stútfullt af andoxunarefnum

-Ríkt af B vítamínum, kalsíum og  kalíum

Rauð paprika:

-Kaloríusnauð

-Rík af A og C vítamíni

-Frábær fyrir ónæmiskerfið

-Hefur bólgueyðandi áhrif

-Dregur úr slæmu kólesteróli

-Minnkar sársauka

-Frábær uppspretta E og B6  vítamíns

bottom of page