top of page
Kínóa súkkulaðibitar

INNIHALD:
2 bollar poppað kínóa

1/2 bolli kókosolía eða kakósmjör

1/4 bolli hlynsíróp eða agave

2 msk brúnt möndlusmjör

1/2 bolli lífrænt kókóduft (e. cacao powder)

2 msk kókospálmasykur (má sleppa)

2 msk lucuma duft

smá sjávarsalt

1 tsk vanilluduft

2 msk döðlusíróp (má sleppa)

AÐFERÐ:
Blandið saman kókosolíu/kakósmjöri, sírópi og möndlusmjöri í skál og hitið yfir vatnsbaði þar til bráðnað.

Bætið síðan kakódufti, vanilludufti, kókospálmasykri, lucuma dufti og sjávarsalti saman við hina skálina og blandið vel.

Þegar súkkulaðið er tilbúið bætið þið kínóa poppinu saman við og hrærið.

Setjið í form og inn í frysti í um það bil klukkutíma og njótið!

Geymist í frysti :) 

Kakóduft (e. cacao powder):
-Inniheldur PEA eða fenetýlamín sem   kemur af stað losun endorfíns og   annarra gleðiefna í líkamanum 
-Eykur serótónín í heilanum 
-Kemur jafnvægi á skapsveiflur
-Verndar hjartað og kemur í veg fyrir   hjarta- og æðasjúkdóma
-Hjálpar að draga úr slæmu  kólesteróli 
-Veitir mikla orku og berst gegn þreytu
-Styrkleiki magnesíums í kakódufti er   einn af þeim hæstu sem fyrirfinnst í   náttúrulegri fæðu á Jörðinni
-Lækkar blóðþrýstinginn

Kínóa:
-Eitt af próteinríkustu fæðu sem hægt   er að fá
-Inniheldur næstum því tvöfalt meira   af trefjum en flestar aðrar kornvörur
-Inniheldur B2 sem bætir efnaskipti   heilans og í vöðvafrumum
-Er með lágan sykurstuðul sem er gott   til þess að jafna blóðsykurinn 
-Ríkt af mikilvægum steinefnum líkt   og járni og magnesíum 
-Stútfullt af andoxunarefnum 
-Ríkt af B vítamínum, kalsíum og  kalíum

bottom of page