top of page

KOSTIR EPLAEDIKS FYRIR LÍKAMANN

Það fylgir því ótrúlegur ávinningur að neyta eplaediks daglega. Talið er að það bæti heilsu hjartans, sé gott fyrir sykursýki, þyngdartap og fleira. Eplaedik getur einnig dregið úr bakflæði, kinnholubólgu, særindum í hálsi og jafnvel húðvandamálum. Það er einnig frábært náttúrulegt hreinsiefni og getur dregið úr lykt.

Hægt er að taka eplaedik sem skot eða með því að þynna til dæmis 1 matskeið út í vatn. Ef þér finnst bragðið af eplaediki vont þá er gott að þynna það með eplasafa og vatni. 1 msk af eplaediki út í ½ bolla af eplasafa og ½ bolla af vatni, eplasafinn deyfir bragðið.

KOSTIR ÞESS AÐ TAKA INN EPLAEDIK:

Sykursýki:
Edik er talið vera blóðsykurslækkandi og hefur jákvæð áhrif á blóðsykurinn. Sýran í edikinu lækkar blóðsykurinn með því að koma í veg fyrir algjöra meltingu á flóknum kolvetnum, sem er gert með því að flýta fyrir tæmingu magans eða með því að auka upptöku glúkósa.

Ein kenningin er sú að edik getur gert sum ensím líkamans óvirk, þau ensím sem brjóta niður kolvetni og breyta þeim í sykur, sem hægir á umbreytingu flókinna kolvetna í sykur í líkamanum.

Þetta ferli kemur í veg fyrir mikla hækkun á blóðsykrinum. Ýmsar rannsóknir styðja einnig notkun ediks sem meðferð við sykursýki. Ein rannsókn leiddi í ljós að edik bætti næmni insúlíns í 19% einstaklinga með sykursýki 2 og um 34% hjá þeim sem voru með frumstig sykursýkis. Önnur rannsókn sýndi að með því að taka 2 matskeiðar af eplaediki fyrir svefn lækkar blóðsykursgildið hjá fólki með sykursýki 2 um 6% morguninn eftir.

 

Hjartaheilsa:
Edik bætir heilsu hjartans á marga vegu. Polyfenól líkt og klórógensýra, sem er mjög ríkt í eplaediki, getur hamlað oxun á LDL-kólesteróli og bætt heilsuna með því að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Ein rannrókn á rottum sýndi að edik gæti lækkað kólesterólið, á meðan önnur rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingurinn í rottum lækkar við notkun eplaediks. Edik hefur einnig sýnt að það getur lækkað magn þríglýseríðs og lækkað slæma kólesterólið í líkamanum.

 

Þyngdartap:
Edik getur hjálpað með þyngdartap, þar sem það virðist hafa góð áhrif gegn offitu með því að auka mettunartilfinningu og draga úr neyslu matar.

Þegar sjálfboðaliðar fengu sér edik ásamt kolvetnaríkri máltíð (beyglu og safa) þá borðuðu þeir minna magn af mat það sem eftir var af deginum. Lækkunin jafngilti um 200 til 275 kaloríur á dag.

Aðrar rannsóknir leiða í ljós að með því að taka edik með brauði, lækkar það glúkósann og insúlínviðbrögð líkamans, ásamt því að auka mettunartilfinningu.

 

Bakflæði og önnur meltingarvandamál:
Bakflæði er oftast afleiða ójafnvægis á sýrustigi í maganum. Það er einfalt að bæta sýrustig magans með því að taka 1 matskeið af hráu eplaediki daglega. Pektínið í eplaediki getur einnig dregið úr maga- eða ristilkrömpum.

Eplaedik örvar meltinarsafa sem hjálpa líkamanum að brjóta niður mat og inniheldur góðar sýrur líkt og isobutyric sýru, ediksýru, própíonsýru og mjólkursýru. Sýran getur stjórnað og komið í veg fyrir vöxt á óæskilegum svepp, ásamt bakteríum í maganum og um allan líkamann.

 

Aukin orka:
Eplaedik inniheldur kalíum og ensím sem draga úr þreytu. Einnig geta amínósýrurnar í eplaedikinu komið í veg fyrir uppsafnaða mjólkursýru í líkamanum sem dregur úr þreytu.

 

Lifrahreinsun:
Rannsóknir hafa sýnt fram á það að eplaedik gegnir hlutverki í hreinsun lifrarinnar og getur örvað blóðflæðið. Það hefur heilandi áhrif og getur haft frábær áhrif á húðina, blóðið og útrýmt skaðlegum auka- eða eiturefnum í líkamanum. Eplaedik getur einnig hreinsað og bætt eitlana, sem styrkir ónæmiskerfið.

 

Candida ofvöxtur:
Candida baktería  er í raun sveppur sem kemur náttúrulega og hann tengist mörgum mismunandi heilsufarsvandamálum í líkamanum, þar á meðal sveppasýkingu, þreytu, lélegu minni, þunglyndi, hausverkjum, sykurþörf og fl.

Candid ofvöxtur gerist fyrst og fremst þegar líkaminn er alltof súr vegna óhóflegrar neyslu á unnum matvælum og sykri. Candida ofvöxtur gerist einnig ef það er ekki nægilegt magn af góðum bakteríum í þörmunum. Þar sem eplaedik er gerjað með góðum svepp, getur það hjálpað og ýtt undir vöxt góðra baktería í þarmaflórunni.

 

Heimild

bottom of page