top of page
Kúrbítslasagne
Dugar fyrir 4-6 manneskjur

INNIHALD:

1 haus brokkolí

2 kúrbítar

1 rauð paprika

3-4 gulrætur

250 g sveppir

4 hvítlauksgeirar

1-2 laukar

1 msk þurrkuð basilika

2 tsk þurrkað oreganó

3 msk tómatpúrra

680 g + 2 bollar tómatmauk 

Herbamare vegetable seasoning

1 1/2 msk italian seasoning

sjávarsalt og svartur pipar eftir þörfum

Kókosolía eftir þörfum (ég nota bragð- og lyktarlausa)

AÐFERÐ:
Forhitið ofninn í 200° C.
Sjóðið brokkolíið í potti í sirka 15 mínútur.
Skerið 1 kúrbít í bita/teninga og notið hinn kúrbítinn til að gera lasagne plötur (ég nota ostaskerara).
Léttsteikið sveppina í bragðlausri kókosolíu á stórri pönnu. Bætið síðan lauknum, hvítlauknum og kútbítsbitunum á pönnuna. Í endann bætiði við brokkolíinu, tómatmaukinu, tómatpúrrunni, sjávarsaltinu, kryddunum og blandið vel saman. 
Í framhaldið af því setjið þið allt saman á stórt eldfast fat lag eftir lag (annað hvort tvö lítil eins og á myndinni eða eitt stórt). 

1. lag: setjið 1/3 af öll frá pönnunni í eldfasta fatið.
2. lag: raðið helmingnum af kúrbítsplötunum ofaná
3. lag: síðan aftur 1/3 af öllu frá pönnunni
4. lag: restin af kúrbítsplötunum
5. lag: setjið restina frá pönnunni í eldfasta fatið.
Látið í ofninn í 30 mínútur.
Njótið! :)

bottom of page