top of page
Lakkrístoppar

INNIHALD:
9 msk aquafaba (safi úr sirka einni kjúklingabaunadós)

150g Kókospálmasykur 
1 tsk lakkrísduft (8g)

100g 70% súkkulaði

AÐFERÐ:

Kveiktu á ofninum í 150°C, undir og yfir hita. Þeyttu aquafaba í hrærivél í sirka 15-20 mín eða þar til vökvinn er orðinn alveg stífur. 
Settu kókspálmasykurinn og lakkrísinn í blandara eða kaffikvörn til að mylja.

Síðan bætirðu sykrinum og lakkrísduftinu hægt og rólega út í. Eina matskeið í einu á meðan þú hrærir.

Þegar það er búið þá hrærirðu í sirka 20 mín í viðbót. 

Eftir það bætirðu súkkulaðinu rólega saman við með sleif.

Setja á bökunarpakkír og inn í ofn í 15-17 mín.

bottom of page