top of page

LÍFRÆNT EÐA EKKI LÍFRÆNT?

Er nauðsynlegt að kaupa lífrænt grænmeti og lífræna ávexti?

HVAÐ ER LÍFRÆNT?

Í lífrænni framleiðslu er ekki notast við kemísk eiturefni gegn skordýrum og illgresi. Lífræn ræktun notar einungis lífræn áburðarefni. 

Lífrænn matur hefur mælst næringarríkari. Rannsókn sem gerð var í Kaliforníu sýnir fram á að lífrænir tómatar innihalda meira magn af hollum plöntuefnum og C vítamíni heldur en venjulegir tómatar (1). Oft hafa lífrænt ræktuð og hefðurbundin grænmeti verið borin saman og til dæmis finnst mun minna magn af skaðlegu nítrati í lífrænt ræktuðu grænmeti heldur en hefðubundnu. Nítrat er efni sem getur meðal annars valdið krabbameini í maga (2). 

Hér fyrir neðan eru tveir listar sem hafa verið gerðir út frá ýmsum rannsóknum, matvælin á listunum eru flokkuð út frá því hversu mikið magn af skordýraeitri þau innihalda.

Eftirfarandi grænmeti og ávextir innihalda mest ef eiturefnum og eru best keypt lífræn:

 1. Jarðaber 

 2. Spínat

 3. Nektarínur

 4. Epli

 5. Vínber

 6. Ferskjur

 7. Kirsuber

 8. Tómatar

 9. Sellerí

 10. Kartöflur

 11. Sætar paprikur

 12. Chilli pipar

 • Eitt sýnishorn af jarðaberi sýndi 20 mismunandi tegundir af skordýraeitri. 
   

 • Í meira en 98 prósent af sýnum sem tekin voru af jarðaberjum, spínati, ferskjum, nektarínum, kirsuberjum og eplum mældust leifar af að minnsta kosti einni tegund af skordýraeitri. 
   

 • Prufur af spínati höfðu að meðaltali tvisvar sinnum meira magn af skordýraeitri samanborið við aðrar uppskerur. 

Eftirfarandi grænmeti og ávextir innihalda minnst ef eiturefnum og þarf ekki að kaupa lífræn:

 1. Avokadó

 2. Maískorn

 3. Ananas

 4. Hvítkál

 5. Laukur

 6. Sætar baunir (frystar)

 7. Papaya

 8. Aspas

 9. Mangó

 10. Eggaldin

 11. Hunangsmelóna

 12. Kíwí

 13. Kantalópu melóna

 14. Blómkál

 15. Spergilkál

 • Avokadó og maískorn mældust hreinust. Aðeins 1% af sýnum innihéldu skordýraeitur. 

 • Meira en 80% af ananas, papaya, aspas, lauki og hvítkáli innihéldu engin skordýraeitur. 

 • Enginn ávöxtur á hreina listanum fyrir ofan mældist með fleiri en fjórar tegundir af skordýraeitri. 

 • Aðeins 5% af hreina grænmetislistanum hér að ofan innihélt tvö eða fleiri skordýraeitur (3).

bottom of page