Varanleg heilsa og vellíðan

6 MÁNAÐA NETNÁMSKEIÐ

KOMDU LÍKAMANUM Í JAFNVÆGI Á NÁTTÚRULEGAN HÁTT OG ÖÐLASTU ORKURÍKARA LÍF 

Anna Lind heiti ég og er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine. Þessi fræði leggur áherslu á að  finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ásamt því hef ég lokið námi í einkaþjálfun, hreyfifærni og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi. Ég kenni hot yoga í Reebok fitness ásamt því að halda sjálf námskeið. Einnig býð uppá persónulega ráðgjöf fyrir þá sem vilja öðlast heilbrigðan lífsstíl með hollu mataræði, hreyfingu og lífsstílsbreytingum. 
Ég hjálpa þér að ná markmiðum þínum sem tengjast lífsstíl, t.d varðandi mataræði, svefn, tímastjórnun, núvitund, hreyfingu eða annað slíkt. Þetta snýst ekki um skyndilausn heldur lausn sem virkar fyrir þig til lengri tíma, með einu skrefi í einu.  Ef þú ert orkulaus, þjáist af magavandamálum eða bólgum í líkamanum, vilt léttast, losna undan streitu eða einfaldlega líða betur í eigin líkama þá er þetta netnámskeið fyrir þig.
 
Notast er við heildræna nálgun að vellíðan, hollum lífsstíl og bættu mataræði. Það hefur verið sýnt fram á það að 6 mánuðir er sá tími  sem þarf til þess að einstaklingurinn finni fyrir breytingum á líðan og líkama og nái að viðhalda góðum venjum og nýjum lífsstílsbreytingum.
Á þessu netnámskeiði færðu ítarlega fræðslu um líkamann, líkt og streitu, meltingarvandamál, svefnleysi, bólgur, orkuleysi og margt fleira. Við förum yfir rótarástæður ýmissa sjúkdóma og vanlíðunar. Hér lærir þú ekki einungis hvað er gott að gera og borða heldur af hverju ...

ÞETTA NÁMSKEIÐ ER FYRIR ÞIG EF ÞÚ
 ...

 • vilt grennast eða þyngjast

 • ert komin/n með nóg af skyndilausnum og vilt langvarandi breytingu

 • vilt fræðslu varðandi heilsu, hvað er best að borða og af hverju

 • vilt minnka bólgur í líkamanum

 • ert óviss hvað er best að borða fyrir þinn líkama

 • vilt auka orku og líða vel í eigin skinni

 • þarft leiðbeiningar, stuðning og hvatningu 

 • upplifir uppþembu, vindgang eða hægðatregðu

 • ert með bólur eða húðvandamál

 • vilt bæta meltinguna

 • borðar hollt en nærð ekki ákjósanlegri þyngd 

 • upplifir mikla fíkn, matarfíkn, áfengisfíkn eða
  annað slíkt

 • sefur ekki vel og vaknar þreytt/ur

 • upplifir stress og streitu

 • telur þig vera heilsusamlega/n en þú vilt bæta þig enn meira

 • skilur að mataræði og lífstíll spilar stórt hlutverk í þinni heilsu

 • læra að hlusta á þinn eigin líkama og vita hvaða matur hentar þér best

nr.2.JPG
Yoga with a View

INNIFALIÐ ...

6 mánaða netnámskeið um líkamlega
og andlega heilsu. Þar sem þú lærir að öðlast heilsusamlegan lífsstíl. Ítarleg kennsla sem veitir skilning af hverju við ættum að huga að heilsunni en ekki bara ráðleggingar án nánari fræðslu.

30 daga heilsusamlegur matseðill sem hentar allri fjölskyldunni. Vegan eða hefðbundinn matseðill.

Uppskriftir og myndbönd

Innkaupalistar fyrir hverja viku í senn. Myndir og útskýringar

FRÆÐSLA OG NETFYRIRLESTRAR:

 • Heilsusamlegt mataræði - hvað er gott að borða? (2 klst)

 • Melting: Sjúkdómar byrja í meltingunni (2 klst)

 • Svefn: Mikilvægi svefns (1 klst)

 • Þunglyndi og kvíði (2 klst)

 • Sykur: Hvernig á að losna við sykurlöngun (1 klst)

 • Vítamín og bætiefni (1,5 klst) 

 • Bólgur og mataræði (1 klst) 

 • Skjaldkirtillinn (2 klst)

 • Efnaskipti líkamans: hvernig á að auka orku og brennslu (2 klst)

 • Taugakerfið: öndun og streita (1 klst)

 • Slæmar olíur/fita (1 klst)

Ýmis verkefni - til að ná árangri og viðhalda skipulagi

JÓGAÆFINGAR:

 • Yoga nidra (leidd djúpslökun - 20 mín)

 • Mjúkt jógaflæði (40 mín)

 • 60 mín jógaflæði

 • Kröftugra jógaflæði (60 mín)

ÖNDUNARÆFINGAR:

 • Víxlöndun

 • Djúp jógaöndun

 • Buteyko öndun

 • 4-7-8 öndun
   

ÆFINGAR - myndbönd fylgja:

 • Auðveldar æfingar til að gera 3x í viku (án lóða)

 • Auðveldar æfingar til að gera 3x í viku (með lóðum)

 • Erfiðari æfingar til að gera 3x í viku (með lóðum)

Aðgangur að mér persónulega í  gegnum tölvupóst

Pinacolada smoothie bowl.JPG
Nektarinu smoothie_edited.jpg
GREIÐSLUFYRIRKOMULAG:
129.900 kr. staðgreitt
Einnig hægt að fá greiðsludreifingu á kreditkort hjá kortafyrirtækinu KORTA:

- 25.980 kr. á mánuði í 6 mánuði
- 49.795 kr. á mánuði í 3 mánuði
Ódýrast er að staðgreiða námskeiðið.​

SKRÁNING Á BIÐLISTA

Takk fyrir skráninguna!

Um mig

Anna Lind Fells heiti ég og er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine. Þessi fræði leggur áherslu á að  finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ásamt því hef ég lokið námi í einkaþjálfun, hreyfifærni og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi. Ég kenni hot yoga í Reebok fitness ásamt því að halda sjálf jóganámskeið.

Ég er eigandi fyrirtækisins Líkami og Heilsa ehf og hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Ég býð uppá persónulega ráðgjöf fyrir þá sem vilja öðlast heilbrigðan lífsstíl með hollu mataræði, hreyfingu og lífsstílsbreytingum. Þetta snýst ekki um skyndilausn heldur finnum við einstaklingsmiðaða lausn sem virkar fyrir þig til lengri tíma, með einu skrefi í einu.