top of page
Pina colada smoothie skál

INNIHALD:
1 frosinn banani

1,5 bolli frosinn ananas

1 ferskt eða 1 bolli frosið mangó

1,5 dl coconut dream (kókosmjólk)

AÐFERÐ:

Setjið allt saman í góðan blandara, þetta er mjög þykkt og þarf smá þolinmæði til að blanda vel saman. Kókosmjólkin fer neðst, síðan bananinn, mangóið og ananasinn síðastur :)

Njótið!

Mangó:

-Bætir sjónina

-Gerir líkamann basískan

-Hjálpar til við að hreinsa stíflaðar  svitaholur og minnkar bólur

-Góð uppspretta af E vítamíni

-Inniheldur mikið af ensímum sem  brjóta niður prótein

-Trefjar í mangó hjálpa til við  meltingu

-Getur dregið úr líkamsfitu og  stjórnað blóðsykrinum

-Inniheldur mikið af C og A   vítamíni

-Ríkt af steinefnum

Bananar:

-Innihalda pektín sem er gott gegn  ristilkrabbameini
-Rikir af kalíum sem hjálpar til við  að lækka blóðþrýsting
-Innihalda magnesíum, það er  mikilvægt fyrir heilsu hjartans
-Draga úr krampa og eymsli í  vöðvum
-Innihalda b9, fólínsýru, sem getur  hjálpað að vinna gegn þunglyndi
-Stuðla að reglulegum hægðum
-Hjálpa við upptök kalsíums
-Auka ork

bottom of page