top of page
Próteinkökur.JPG
Prótein súkkulaðibitakökur

Um 20 stykki

INNIHALD:

130gr hafrahveiti (setjið heila hafra í matvinnsluvél eða blandara)

160gr hafrar

1 tsk matarsódi

3 skeiðar Plantforce vanilla próteinduft (60gr)

1 tsk sjávarsalt
1 dl möndlusmjör
6 döðlur

1 dl maple síróp
3 msk kókosolía

1 tsk vanilla extract

6 msk (90 ml) rísmjólk

1 plata 70% súkkulaði (skera smátt)

AÐFERÐ:

Kveikið á ofninum í 175°C, undir og yfir hita. 
Setjið þurrefnin í stóra skál. 
Blandið saman möndlusmjöri, maple sírópi, vanillu extracti, kókosolíu, döðlum og rísmjólk í blandara eða matvinnsluvél. 
Bætið því síðan út í stóru skálina með þurrefnunum ásamt súkkulaðibitunum og blandið saman með sleif.
Mótið hringlaga kökur (sirka 20 stk.), setjið á bökunarpappír og inn í ofn í 18-22 mínútur á 175°C.


Njótið! 

Hafrar:
-Innihalda meira prótein en
 flestar kornvörur
-Geta bætt blóðsykurinn
-Innihalda mikið magn af Beta-  Glúkani, tegund af auðleysanlegum   trefjum sem eykur vöxt góðra   baktería í meltingarveginum
-Hafa lengi verið notaðir til að  meðhöndla þurra húð og kláða
-Draga úr líkum á astma í
 bernsku og sykursýki 2
-Innihalda lignan sem verndar gegn   hjartasjúmdómum og krabbameini
 
Döðlur:
-Ríkar af A vítamínum, B1 og E
-Frábærar fyrir meltinguna
-Góðar fyrir timburmenn
-Innihalda mikið af járni þannig þær   eru góðar fyrir blóðleysi
-Æðislegar fyrir hjartað

-Ríkar af magnesíum

 
Innblástur uppskriftarinnar er frá justsomeveganstuff.com
bottom of page