top of page

RAFBÓK
Er vegan matræði heilbrigt fyrir Íslendinga?

Kjötæta eftir 6 ár á vegan mataræði

Vegan mataræði mynd af cover.png

Þessi útfærsla er í formi rafbókar. Þú færð rafbókina senda í tölvupósti þegar greiðsla hefur verið framkvæmd.

Ég vona að þú njótir vel :) 

Lengd: 59 blaðsíður

UM BÓKINA

Ég var vegan í 6 ár og mitt markmið er einfaldlega að deila þeim upplýsingum sem ég hef lært á minni vegferð. Ég er ekki að sannfæra þig um að vegan mataræði sé slæmt - þar sem við höfum öll mismunandi þarfir! 
 

Ég er og hef alltaf verið algjör heilsufrík, elska að læra um allt sem tengist líkamlegri og andlegri heilsu. Þegar ég fyrst gerðist vegan þá hélt ég að vegan mataræði væri hollasta mataræðið sem ég gæti mögulega tileinkað mér en eftir nokkur ár þá sá ég að málið var ekki alveg svona einfalt. Fyrst leið mér mjög vel en seinna meir fór heilsan að versna hratt.
_

Vegan mataræði gæti virkað vel fyrir suma en hentar það fyrir Íslendinga? Samkvæmt hugmyndafræði “Metabolic typing” eftir heilsufræðinginn William Wolcott þá ættum við að borða í samræmi við okkar efnaskipti. Okkar erfðir eru mismunandi og einnig okkar efnaskipti, og fer mikið eftir hvaðan ættir okkar eiga að rekja. 

Hvaða mataræði er best fyrir mannfólkið? Þessari spurningu er erfitt að svara og ég trúi því að svarið er að mörgu leyti mjög mismunandi á milli einstaklinga. 

En eitt er víst, samkvæmt fornleifarannsóknum, að mannkynið og forfeður okkar hafa borðað kjöt í að minnsta kosti 2,5 milljónir ára.
 

Tannlæknirinn Weston A. Price ferðaðist um heiminn til þess að kanna áhrif mataræðis á heilsu einstaklinga í mismunandi ættbálkum. Hann komast að því að það var ekki einn einasti ættbálkur sem sniðgekk kjöt og var heilsuhraustur á sama tíma. Á meðan allir þeir ættbálkar sem borðuðu kjöt og fisk voru við mjög góða heilsu. 

Ég veit að margir telja það vera besta valkostinn, fyrir bæði heilsuna og jörðina, að tileinka sér vegan mataræði en staðreyndin er sú að 85% af fólki sem gerist vegan, eða fer á grænmetisfæði, byrjar aftur að borða kjöt. Meðal annars vegna  heilsufarsástæðna … (einnig er vegan mataræði ekki endilega betri kostur fyrir jörðina en ég fer nánar út í það í rafbókinni).
 

Ert þú vegan og tengir við eitthvað af eftirfarandi einkennum?

  • blóðsykurssveiflur 

  • ör hjartsláttur

  • orkuleysi 

  • meltingartruflanir (t.d. magaverkir, uppþemba og bakflæði) 

  • H. Pylori bakteríusýkingu, Candida ofvöxt, IBS, SIBO

  • þynnra hár

  • máttleysi

  • tannskemmdir

  • dofi í höndum og fótum 

  • hormónatruflanir
     

Þetta eru einkenni sem ég þróaði með mér eftir 6 ár á vegan mataræði. Eftir allan þennan tíma þá var líkami minn einnig farinn að skorta magasýrur sem olli því að ég gat ekki lengur brotið niður fæðuna á fullnægjandi hátt. Þetta kom til vegna þess að ég sniðgekk kjöt og prótein úr dýraríkinu sem varð til þess að líkami minn þurfti ekki lengur á öllum þessum magasýrum að halda, en magasýrur sjá um það að brjóta niður prótein. 

Skortur á magasýrum getur valdið ýmsum meltingartruflunum, meðal annars bakflæði og uppþembu. Sjá aðra grein um bakflæði sem ég skrifaði hér, og hvernig of lítið magn magasýru getur oft verið valdur bakflæðis en ekki öfugt, líkt og margir halda. 
 

Eftir þetta ferðalag þá komst ég sjálf að því að ég væri með Helicobacter Pylori bakteríusýkingu, út af skorti á magasýrum, sem er talið valda um 90% af öllum magasárum og er algeng rótarástæða bakflæðis. En mér tókst að útrýma H. Pylori bakteríusýkingunni sjálf á náttúrulegan hátt, án sýklalyfja. 

Magasýran er mikilvæg til þess að drepa óvinveittar bakteríur, sníkjudýr og sveppasýkingar, líkt og Candida ofvöxt. Sem þýðir að ef við erum með of lítið magn af magasýru þá gerir það þessum örverum kleift að setjast að í meltingarveginum sem getur valdið skaða. Einnig ýtir öll þessi kolvetnaneysla, sem fylgir oft vegan mataræði, undir slíkan ofvöxt óvinveittra baktería. 
 

Fyrstu árin leið mér mjög vel á vegan mataræði, en ég sniðgekk ekki einungis dýraafurðir heldur einnig alla óholla fæðu, t.d. sykur, glúten, iðnaðarframleiddar grænmetisolíur og aðrar unnar matvörur. En það getur tekið nokkur ár fyrir líkamann að þróa með sér næringarskort á vegan mataræði og þess vegna líður mörgum vel fyrstu mánuðina, eða jafnvel fyrstu árin. Sérstaklega vegna þess að þeir einstaklingar borða oft meira magn af grænmeti, elda jafnvel frekar heima frá grunni og borða minna af ruslfæði. Þeir einstaklingar hafa einnig tilhneigingu til að aðhyllast heilbrigðari lífsstíl, líkt og að reykja ekki, drekka minna áfengi, hreyfa sig meira, stunda jafnvel jóga, hugleiðslu og þess háttar. 
 

Það tók mig langan tíma að snúa til baka og ég hélt að ég myndi ALDREI byrja að borða dýraafurðir aftur. Ég lifði mig alla inn í þennan lífstíl og var með bæði erlent og íslenskt matarblogg með uppskriftum, ásamt vegan fylgjendahóp á Instagram þar sem ég var dugleg að setja inn fræðslu og uppskriftir. Það var mjög erfitt að brjóta þessa sterku ímynd. En heilsan mín versnaði hratt og á þeim tíma var ég í námi í Functional Medicine þar sem ég náði að greina skilaboðin sem líkami minn var að gefa mér og ég fór að sjá hvað hann þurfti á að halda. 
 

En við erum ekki öll eins og ef þú vilt fylgja vegan mataræði og líður vel af því, þá er það frábært! Haltu áfram að hlusta á þinn líkama. En ég hvet þig til þess að lesa þessa grein með opnum hug. 

Ég hef alls ekkert á móti vegan mataræði, ég er einfaldlega að deila þeim upplýsingum sem ég hef lært á minni 6 ára vegferð. Ég er ekki að sannfæra þig um að vegan mataræði sé slæmt - þar sem við höfum öll mismunandi þarfir! 
 

Okkar erfðir hafa áhrif á okkar þarfir. Mikið af þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar varðandi vegan mataræði eru gerðar á einstaklingum sem eru frá gjörólíkum slóðum en við Íslendingar. Ég trúi því að við þurfum að hlusta á okkar erfðir, hlutföll fitu, próteina og kolvetna sem við þurfum úr mataræðinu eru mismunandi á milli einstaklinga frá ólíkum heimshornum. 

Til að nefna dæmi þá búa inúítar fyrst og fremst á mjög köldum svæðum. Vegna kuldans er mjög lítið plöntulíf stóran hluta ársins. Þeir borða um 90% dýraafurðir og um 10% fæðu úr plönturíkinu. Þetta er líklega ekki mataræði sem nútíma næringarfræðingar myndu mæla með fyrir neinn, hins vegar eru inúítar sem borða samkvæmt þeirra hefðbundna mataræði mjög heilsuhraustir og tiltölulega lausir við sjúkdóma, annað en Vesturlandabúar. 
 

Nokkrir áhugaverðir punktar:

  1. Við þurfum kólesteról fyrir fullnægjandi hormónaframleiðslu. Kólesteról finnst einungis í dýraríkinu og það hefur áhrif á frjósemi, kynhvöt, hormónahring kvenna, skap, líðan, svefn, orku og svo margt fleira.
     

  2. Í samanburði við alætur þá inniheldur brjóstamjólk mæðra á vegan mataræði mun lægra magn af EPA og DHA, omega 3 fitusýrum sem eru mikilvægar fyrir heilaþroska, sérstaklega fyrsta ár lífsins þegar heili barns bókstaflega tvöfaldast að stærð.
     

  3. Mettuð fita er ekki óvinurinn líkt og margir halda. Mettuð fita er ríkjandi í dýraafurðum og forfeður okkar hafa borðað mettaða fitu í fleiri aldir en einn daginn var hún skyndilega fordæmd og talin orsakavaldur hjarta- og æðasjúkdóma, meðal annars kókosolía og smjör. Núna er þessi misskilningur hægt og rólega að líta dagsins ljós og rannsóknir sýna að sykur og unnar grænmetisolíur eru stóru orsakavaldarnir í þessari mýtu, ásamt fleiri skaðvöldum. Við þurfum á mettaðri fitu að halda til þess að sinna eðlilegri starfsemi líkamans. Til eru mörg samfélög út í heimi sem neyta mikils magns af mettaðri fitu, til dæmis Masaia-ættbálkurinn í Afríku og Tokelauans. Báðir þessir hópar mælast með lágt kólesteról og fá tilfelli hjartasjúkdóma.
     

  4. Jarðvegurinn er mun næringarsnauðari í dag en hann var áður fyrr! Af þeim sökum er erfiðara að lifa einungis á plönturíkinu og á sama tíma sjá til þess að við fáum öll þau næringarefni sem við þurfum. Samkvæmt rannsóknum hefur meðalmagn járns í 12 mismunandi fersku grænmeti lækkað um 37%, kalkmagn lækkað um 27%, C vítamín um 30%, ásamt fleiru. Magn próteins, kalks, fosfórs, járns, B2 vítamíns og C vítamíns hefur lækkað mjög mikið á hálfri öld. 
     

  5. Kjötneysla þarf ekki að vera skaðleg fyrir umhverfið. Ég get verið 100% sammála því að nútímahættir landbúnaðar séu skaðlegir fyrir bæði heilsuna og jörðina. En það sem ég er ósammála um er lausnin. Margir leggja fram þá tillögu að sniðganga dýraafurðir úr fæðunni til þess að vernda umhverfið en ég legg til að við hættum að styrkja iðnaðarframleiðslu á kjöti og tileinkum okkur frekar endurnýjunarbúskap (e. regenerative farming). Heildræn ræktun á kjöti er ekki skaðleg fyrir umhverfið og getur jafnvel bundið meira kolefni en hún losar.

    Vegan matvæli stuðla oft á tíðum að iðnaðarlandbúnaði, gervikjöt frá "Impossible Foods" og "Beyond Meat" er dæmi um slíkan landbúnað. Matvælin frá þessum vörumerkjum krefjast, eins og það kallast á ensku, "industrial monocrops", eða "iðnaðar einræktun" á íslensku. Til að útbúa þessa akra þarf að slétta stór landsvæði, notað mikið magn eiturefna og eyða nær öllu vistkerfi. Slík framleiðsla er talin vera skaðlegri fyrir jörðina og umhverfið heldur en heildræn ræktun á nautakjöti.

     

  6. Vegan mataræði getur valdið alvarlegum næringarskorti. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar á vegan mataræði eða grænmetisfæði eru gjarnir á að upplifa skort á eftirfarandi vítamínum og steinefnum. B12-vítamíni, kalki, járni, sinki, omega 3 (EPA & DHA), A-vítamíni (Retinol), D3-vítamíni og fleiri næringarefnum. 

    Til að nefna dæmi þá eru Omega-3 fitusýrurnar, EPA & DHA, ekki til í jurtaríkinu. Til eru þrjár lífsnauðsynlegar Omega-3 fitusýrur, við köllum þær ALA, EPA og DHA. Við þurfum á EPA og DHA fitusýrum að halda úr dýraríkinu þar sem líkaminn getur einungis umbreytt 2 til 5 prósent af ALA yfir í DHA, og einungis 5 til 10 prósent af ALA yfir í EPA.

    Eina uppspretta D3 vítamíns er að finna í dýraafurðum og einnig er algengur misskilningur að jurtaafurðir innihaldi A vítamín. Plöntur innihalda beta-karótín sem er undanfari nýtanlegs A vítamíns (retinol) í líkamanum. Þrátt fyrir að beta-karótín geti umbreyst yfir í A vítamín þá er það í ófullnægjandi magni.

     

Nokkur atriði sem ég fer ítarlega yfir í rafbókinni og rannsóknir með því:

  •  Áhrif vegan mataræðis á mína heilsu.

  • Getur vegan mataræði haft neikvæð áhrif á hormónakerfið?

  • Mótrök gegn heimildarmyndinni "Game Changers" 

  • Áhrif vegan mataræði á líðan og geðheilsu

  • Rannsóknir Dr. Weston A. Price á mataræði 

  • Vegan mataræði á meðgöngu, við brjóstagjöf og fyrir börn 

  • Alls kyns mýtur um kjöt, t.d."er kjöt krabbameinsvaldandi?", “Dýrafita er hættuleg og getur aukið líkurnar á hjarta- & æðasjúkdómum” …

  • Getur vegan mataræði valdið næringarskorti?

  • Markaðsblekkingar og misvísandi ráðleggingar 

  • Getur vegan mataræði haft neikvæð áhrif á hormónakerfið?

  • Möguleiki á hærri tíðni þunglyndis og kvíða hjá einstaklingum á vegan mataræði?

  • Heildræn ræktun á kjöti er ekki skaðleg fyrir umhverfið og getur jafnvel bundið meira kolefni en það losar

  • Siðferðilegt sjónarmið

  • Og margt fleira!

UM HÖFUNDINN

bottom of page