Prótein súkkulaðibitakökur

March 21, 2019

 

Innihald (um 20 stk)

 • 130gr hafrahveiti (setjið heila hafra í matvinnsluvél eða blandara)

 • 160gr hafrar

 • 1 tsk matarsódi

 • 3 skeiðar Plantforce vanilla próteinduft (60gr)

 • 1 tsk sjávarsalt

 • 1 dl möndlusmjör

 • 6 döðlur

 • 1 dl maple síróp

 • 3 msk kókosolía

 • 1 tsk vanilla extract

 • 6 msk (90 ml) rísmjólk

 • 1 plata 70% súkkulaði (skera smátt)

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum í 175°C, undir og yfir hita.

 2. Setjið þurrefnin í stóra skál.

 3. Blandið saman möndlusmjöri, maple sírópi, vanillu extracti, kókosolíu, döðlum og rísmjólk í blandara eða matvinnsluvél. Bætið því síðan út í stóru skálina með þurrefnunum ásamt súkkulaðibitunum og blandið saman með sleif.

 4. Mótið hringlaga kökur (sirka 20 stk.), setjið á bökunarpappír og inn í ofn í 18-22 mínútur á 175°C.​

Uppskrift frá @likamiogheilsa.is 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Nýlegar færslur

March 26, 2019

March 21, 2019

March 20, 2019

March 14, 2018

Please reload

Jóga og hreyfing

Anna Lind Fells Snorradóttir

Líkami og heilsa ehf