Prótínríkur jarðarberjahristingur
Innihald
2 lúkur frosin jarðarber
1/2 banani
1 skeið Plantforce vanilluprótín, 20 g
3 dl vegan mjólk, t.d. sykurlaus kókosmjólk
1 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn
Aðferð
Hráefnin eru sett í blender og blandað þar til silkimjúkt. Einnig getur verið gott að bæta nokkrum klökum út í og blanda þá með.
Uppskrift frá Grænkerar.is