Prótein súkkulaðibitakökur
Innihald (um 20 stk)
130gr hafrahveiti (setjið heila hafra í matvinnsluvél eða blandara)
160gr hafrar
1 tsk matarsódi
3 skeiðar Plantforce vanilla próteinduft (60gr)
1 tsk sjávarsalt
1 dl möndlusmjör
6 döðlur
1 dl maple síróp
3 msk kókosolía
1 tsk vanilla extract
6 msk (90 ml) rísmjólk
1 plata 70% súkkulaði (skera smátt)
Aðferð
Kveikið á ofninum í 175°C, undir og yfir hita.
Setjið þurrefnin í stóra skál.
Blandið saman möndlusmjöri, maple sírópi, vanillu extracti, kókosolíu, döðlum og rísmjólk í blandara eða matvinnsluvél. Bætið því síðan út í stóru skálina með þurrefnunum ásamt súkkulaðibitunum og blandið saman með sleif.
Mótið hringlaga kökur (sirka 20 stk.), setjið á bökunarpappír og inn í ofn í 18-22 mínútur á 175°C.
Uppskrift frá @likamiogheilsa.is