top of page

Prótínpönnukökur


Innihald
  • 1 dl möndlumjöl (möndlur settar í blender)

  • 2 dl hafrahveiti (haframjöl sett í blender)

  • 1 msk chia-mjöl (chia fræ sett í blender)

  • 3 dl vegan mjólk, t.d. sojamjólk, möndlumjólk eða haframjólk

  • 1 skeið Plantforce vanilluprótín, 20g

  • 1 lítill banani, eða hálfur stór

  • 1 msk kókosolía

  • 2 tsk vínsteinslyftiduft

  • salt, eftir smekk

Aðferð
  • Ef þið eigið ekki hafrahveiti er það fljótgert með því að setja haframjöl (glútenlaust ef vill) í matvinnsluvél og blanda þar til það verður að fíngerðu mjöli. Í uppskriftinni eru notaðir 2 dl af hafrahveiti en það jafngildir 2 dl af haframjöli.

  • Chiamjöl er gert með sama hætti. Chia fræ eru sett í blender og blandað þar til þau verða að dufti.

Sömuleiðis mætti gera möndlumjöl í góðum blandara en möndlumjöl fæst einnig í matvöruverslunum.

  • Þegar haframjöl, chiamjöl og möndlumjöl er tilbúið eru öll hráefnin sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt.

  • Hitið góða olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar. Þegar loftbólur eru byrjaðar að myndast og pönnukökurnar lyfta sér er þeim snúið við.

  • Pönnukökurnar eru æðislegar með ferskum berjum eða banana, sýrópi og hnetum.

Uppskrift frá Grænkerar.is

Nýlegar færslur
bottom of page