Próteinkökur

March 26, 2019

 

Innihald

 • 1 skeið (20g) Plantforce® Synergy Prótein súkkulaði eða vanillu

 • 100g möndlumjöl

 • 2 msk kókosmjöl

 • 1 msk mulin hörfræ 

 • 1/2 tsk matarsódi

 • 1 msk kókospálmasykur

 • 1/2 tsk kanill

 • 2 msk kókosolía

 • 2 tsk agave síróp

 • 1 flax egg (1 msk mulin hörfræ + 2 1/2 msk vatn, setja saman í skál og láta þykkna í 5 mín)

 • 60g dökkt súkkulaði (skorið í litla bita)

 • Smá möndlumjólk

 • Smá sjávarsalt

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum í 180°C. 

 2. Útbúið flax egg. Setjið mulin hörfæ og vatn saman í skál, látið bíða í 5 mínútur.

 3. Blandið þurrefninum saman, nema súkkulaðibitunum, í stórri skál.

 4. Bræðið kókosolíuna og agave sírópið undir vatnsbaði.

 5. Setjið blautefnin í stóru skálina, nema möndlumjólkina, með þurrefnunum, bætið við flax eggi og blandið vel.

 6. Setjið smá möndlumjólk hægt og rólega, hrærið á meðan með sleif, þangað til þið fáið kökudeigs áferð.

 7. Bætið súkkulaðibitunum saman við deigið.

 8. Búið til bollur í deiginu, sirka 1 teskeið, og fletjið úr þeim.

 9. Setjið kökurnar í ofninn og bakið í 10-12 mínútur. 

 10. Njótið! 

Uppskrift eftir @lovedbylauren

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Nýlegar færslur

March 26, 2019

March 21, 2019

March 20, 2019

March 14, 2018

Please reload

Jóga og hreyfing

Anna Lind Fells Snorradóttir

Líkami og heilsa ehf