top of page
Súkkulaðidásemd

INNIHALD:
Botn:
1 bolli heslihnetur
1 bolli kasjúhnetur
10 döðlur
5 þurrkaðar apríkósur
3 msk kaldpressuð kókosolía (við stofuhita)

3 msk agave sýróp

2. lag:
1 bolli döðlur
1/4 bolli agave sýróp
1/4 bolli lífrænt kakóduft
1/4 bolli kaldpressuð kókosolía (við stofuhita)
1/2 bolli kasjúhnetur
1 bolli pekanhnetur
1/4 tsk sjávarsalt

3. lag:
1 bolli pekanhnetur
1 bolli náttúrulega saltaðar jarðhnetur (eða ósaltaðar)
1/4 bolli kasjúhnetur
2 msk kókosolía, hituð yfir vatnsbaði
1 msk agave sýróp
1/4 tsk sjávarsalt

Súkkulaðikrem:
1/3 bolli agave sýróp
1/4 bolli kaldpressuð kókosolía
1/3 bolli lífrænt kakóduft
1 msk brúnt möndlusmjör
8 döðlur (lagðar í bleyti í 10 mín, kjarnahreinsaðar og afhýddar)
1/2 tsk lífrænt vanilluduft
1/4 tsk sjávarsalt

AÐFERÐ:
Botn:
Blandið heslihnetum og kasjúhnetum saman í matvinnsluvél, bætið síðan restinni saman við og blandið vel.
Setjið botninn í kökuform og inn í frysti.

2. lag:
Blandið saman kasjúhnetum, pekanhnetum, kakódufti og sjávarsalti í matvinnsluvél. Bætið síðan restinni út í og hrærið vel.
Setjð annað lagið ofan á botninn á kökunni og aftur inn í frysti.

 

3. lag:
Blandið saman pekanhnetum, jarðhnetum, kasjúhnetum og sjávarsalti í matvinnsluvél. Bætið síðan restinni saman við.
Þegar þriðja lagið er tilbúið setjið það þá ofan á annað lagið á kökunni og inn í frysti.

Súkkulaðikrem:
Kjarnahreinsið döðlurnar og leggjið þær í bleyti í nokkrar mínútur.
Blandið agave sýrópi, kókosolíu, kakódufti, möndlusmjöri, vanilludufti og sjávarsalti saman í skál og hitið yfir vatnsbaði.
Afhýðið döðlurnar og blandið þeim saman í matvinnsluvél.
Setjið síðan innihaldsefnin úr skálinni í matvinnsluvél um leið og kremið er orðið vel bráðnað og vatnskennt.
Hrærið döðlunum vel saman við fyrra kremið.
Setjið súkkulaðikremið á kökuna um leið og það er tilbúið og beint inn í frysti. 
Njótið!

Heslihnetur:
-Góðar við sykursýki
-Einn bolli af heslihnetum   inniheldur um 86% af ráðlögum   dagskammti af E vítamíni
-Góðar fyrir liðina og beinin
-Innihalda A og C vítamín
-Viðhalda rakastigi húðarinnar
-Styrkja hárið
-Ríkar af kalki, kalíum   og magnesíum 
-Góðar fyrur hjartað
-Frábærar fyrir vöðvana

Döðlur:

-Ríkar af A vítamínum, B1 og E
-Frábærar fyrir meltinguna
-Góðar fyrir timburmenn
-Innihalda mikið af járni   þannig þær eru góðar fyrir   blóðleysi
-Æðislegar fyrir hjartað
-Ríkar af magnesíum
 

Pekanhnetur: 
-Koma í veg fyrir hægðatregðu  og draga úr líkum á   ristilkrabbameini
-Góðar fyrir bein og tennur
-Lækka blóðþrýstinginn 
-Ríkar af magnesíum sem dregur   úr bólgum 
-Innihalda mikið sink, fosfór,         E vítamín, A vítamín og fólínsýru 
-Draga úr hárlosi

bottom of page