RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
EINN SÝKLALYFJAKÚR RASKAR ÖRVERURUNUM Í MELTINGARVEGINUM Í HEILT ÁR
Einn kúr af sýklalyfjum er nógu sterkur til að hafa áhrif á og trufla örverurnar í meltingarveginum í heilt ár, sem hugsanlega getur leitt til ónæmi fyrir sýklalyfjum.
Í 70 ár hafa sýklalyf barist gegn smitandi sjúkdómum og dregið verulega úr veikindum og dauða um allan heim. Hinsvegar hefur ofneysla þeirra leitt til þess að við erum byrjuð að aðlagast og oft orðin ónæm fyrir lífverunum sem sýklalyfin eru hönnuð til að drepa, sem dregur gríðarlega úr áhrifum lyfjanna. Í Bandaríkjunum valda bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum um tveim milljóna tilfella af sjúkdómum árlega og 23 þúsund dauðsföllum. Heilsusérfræðingar mæla með að takmarka notkun sýklalyfja.
Gerð var rannsókn í Amsterdam af Egija Zaura þar sem þáttakendur voru 66 heilbrigðir einstaklingar frá Bretlandi og Svíðþjóð. Þeim var ávísað mismunandi sýklalyf. Þátttakendum var úthlutað af handahófi eina gerð af fjórum gerðum sýkjalyfja sem þeir áttu að innbyrða í rannsókninni, ciprofloxacin, clindamycin, amoxicillin eða minocycline, eða lyfleysu.
Rannsakendur söfnuðu saur- og munnvatnssýnum frá þátttakendum í byrjun rannsóknarinnar, strax eftir að sýklalyfin voru tekin og einum, tvemur, þremur, fjórum og tólf mánuðum eftir að þátttökunni lauk.
EINN KÚR AF SÝKLALYFJUM HEFUR LANGTÍMAÁHRIF
Bakteríur voru rannsakaðar í 389 saursýnum og 391 munnvatnssýnum. Rannsóknin leiddi í ljós að sýklalyf hafa veruleg áhrif á fjölbreytni baktería í meltingarveginum í marga mánuði eftir notkun og þau geta einnig fjölgað genum sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum. Hins vegar sýndu örverurnar í munnvatninu merki um bata aðeins nokkrum vikum eftir notkun sýklalyfjanna.
Örverurnar í saursýnum einstaklinganna urðu fyrir skaðlegum áhrifum sýklalyfjanna. Einnig sáu rannsakendur minna magn af tegundum örvera sem framleiða bútýrat í saursýnunum. Bútýrat hamlar bólgur í líkamanum, krabbameinsmyndun og streitu í meltingarveginum. Þar af leiðandi geta sýklalyf ýtt undir bólgur, krabbamein og streitu í meltingarveginum.
Fjölbreytni örveranna í saursýninu var mjög lítið í allt að fjóra mánuði hjá þeim sem tóku clindamycin og allt að tólf mánuði hjá þeim sem tóku ciprofloxacin. Amoxicillin hafði ekki mikil áhrif á fjölbreytni örveranna, hvorki í saursýnunum né munnvatnssýnunum. Hins vegar tengdist það fjölda gena sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum.
Sýklalyf ættu einungis að vera notuð í neyðartilfellum. Jafnvel einn sýklalyfjakúr hjá heilbrigðum einstakling stuðlar að hættu á ónæmisþróun sýklalyfja og leiðir til langvarandi breytinga í örverum meltingarvegarins. Við gætum vissulega ekki lifað af án sýklalyfja, það er ekki spurning. En það eru aðstæður þar sem við ættu ekki að þurfa að nota sýklalyf, líkt og þegar það eru engar vísindalegar ástæður fyrir því.