RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
JÓGA FYRIR LÍKAMA OG SÁL
Jóga hefur frábær áhrif á líkamann og getur hjálpað til við ýmis vandamál, bæði andleg og líkamleg. Jóga þýðir sameining eða heild og samanstendur af hugleiðslu, öndunaræfingum og jógastöðum, þar sem lært er að beita líkamanum í takt við öndun. Sameina líkama, hug og tilfinningar. Jógaæfingar krefjast bæði styrk, einbeitingar og liðleika.
Jóga hefur mjög góð áhrif á líkamann og getur dregið úr ýmsum líkamlegum kvillum, svo sem sársauka í mjóbaki, liðagigt, höfuðverk, lækkað blóðþrýsting og dregið úr svefnleysi. Einnig eykur það liðleika, vöðvastyrk, verndar líkamann gegn meiðslum, bætir öndun og orku. Jóga bætir líkamsstöðu þar sem slæm líkamsstaða getur valdið verkjum í baki, hálsi, öðrum vöðvum í líkamanum og liðum.
Það er vel vitað að styrktaræfingar styrkja beinin og hjálpa til að koma í veg fyrir beinþynningu. Margar jógastöður, líkt og "Downward- og Upward-Facing Dog" hjálpa til að styrkja handleggina sem eru mjög viðkvæmir fyrir beinþynningarbrotum. Einnig kom í ljós í rannsókn sem framkvæmd var í Kaliforníu að jóga eykur þéttleika beina í hryggjaliðunum. Jóga minnkar einnig stresshormónið Kortisól sem getur hjálpað til við að viðhalda kalki í beinum.
Andlegu áhrifin af jóga eru óteljandi. Það hjálpar meðal annars til að fá jákvæðari sýn á lífið og að takast á við streitu, sem getur haft gríðarleg áhrif á líkamann og getur meðal annars valdið háls- eða bakverkjum, svefnleysi, einbeitingarskorti og fleira. Regluleg jógaiðkun veitir skýrleika og ró, eykur líkamsvitund, athygli og einbeitingu.
Nokkrar staðreyndir um jóga:
-
eykur blóðflæðið
-
verndar hrygginn
-
bætir einbeitingu
-
veitir dýpri svefn
-
styrkir ónæmiskerfið
-
lækkar of háan blóðþrýsting
-
eykur liðleika og vöðvastyrk
-
minnkar magn kortisól í líkamanum
-
kemur í veg fyrir meltingarsjúkdóma
-
minnkar blóðsykurinn og slæma kólesterólið